Á leið í sumarfrí

Og enn líða vikurnar! Og enn stækkar maginn! Og enn minnkar hreyfifærnin.

Palli er farinn suður og ég hef lofað mér að fara reglulega út með Bjart – og í dag fórum við í yndislega göngu upp með Fossá en það er stutt ganga upp í móti. Reynir hæfilega á – og náttúran gleður.

Ég neita mér um nammi alltaf þegar mér dettur það í hug. Gott í hvert skipti sem ég næ því.

Næst er að lyfta bjöllunni….

Matardagbók….

Sund…..

Það stefnir allt í sumarfrí – ég vinn nokkra tíma á dag en verð hér á Þórshöfn líklega til mánaðarmóta og þá fer ég suður í heilsubúðir.

Færðu inn athugasemd