Sumar og sól á Langanesinu

Það hefur verið mikil veðurblíða hér í allt sumar – eða allt frá því að það hætti að snjóa 😉

Ég hef farið í sund nú í viku á hverjum degi og gengið svolítið. Í dag var ég með Herdísi og við fórum í tveggja tíma göngu – hún er mög góður göngufélagi blessunin! Við förum svipað hratt yfir…

þegar Herdís var búin að lúra fórum við aftur út og á morgun passa ég fyrir hádegi á morgun! Annars er ég að verða komin í sumarfrí… Vinn líklega á miðvikudag og svo er pössun á fimmtudag og föstudag. Og þá er ,,bara!“ að koma mér suður og Bjartur kemur líklega með! Hvernig hann kemst svo aftur norður veit ég ekki því hann verður að fara með Palla þegar hann fer um miðjan mánuðinn á síldarvertíðina.

Aðalsteinn og Halldóra eru komin með íbúð og flytja núna um mánaðarmótin. Það er gleðilegt!

Ég verð bara að gleðjast yfir því að synda svolítið – ganga smá – það verður að gleðjast yfir því sem þó er að gerast…

Áfram gakk!

Á leið í sumarfrí

Og enn líða vikurnar! Og enn stækkar maginn! Og enn minnkar hreyfifærnin.

Palli er farinn suður og ég hef lofað mér að fara reglulega út með Bjart – og í dag fórum við í yndislega göngu upp með Fossá en það er stutt ganga upp í móti. Reynir hæfilega á – og náttúran gleður.

Ég neita mér um nammi alltaf þegar mér dettur það í hug. Gott í hvert skipti sem ég næ því.

Næst er að lyfta bjöllunni….

Matardagbók….

Sund…..

Það stefnir allt í sumarfrí – ég vinn nokkra tíma á dag en verð hér á Þórshöfn líklega til mánaðarmóta og þá fer ég suður í heilsubúðir.