…þá er konunni e.t.v. ekki alls varnar. Nú hef ég sett af stað ferli til þess að athuga með magaaðgerð. Ég hef ekki ákveðið að láta verða af henni – en hún er komin inn í myndina. Ég get ekki hugsað mér að vera hreyfihömluð það sem eftir er – ekki meira en nú þegar er vegna kílóa.
Ég hef nú tekið til minna ráða, elda minn mat sjálf, finn mér til mit snarl sjálf og læt mér í léttu rúmi liggja hvað aðrrir gera hér á heimilinu – come on ég gerði þetta í 3 ár með góðum árangri hér í den – þetta er ekki óyfirstíganlegt, yfirnáttúrulegt ferli né nokkuð annað. Það þarf hins vegar að hemja sig, beita sig aga og sýna sjálfstjórn. Það þarf ekki að láta allt eftir sér sem mann langar í! Það er nú heila málið. Eiginlega eina málið. Og ég verð bara að dansa sóló.
Nú hef ég gefið eina viku í senn og í hverri viku skal ég léttast – á meðan ég léttist er ég á réttri leið til lífs án aðgerðaren annars stefni ég hraðbyri í aðgerðarátt – sem þó er ákveðin rangfærsla því til þess að fá að fara í aðgerðina verða ég að léttast – en ég er með strangari tímaramma á léttinginn núna en e.t.v. aðgerðin krefst.
Ég veit það munar gríðarlegu fyrir hnén mín ÞEGAR ég léttist, það dugir e.t.v. því ég er með fina vöðva í leggjunum og hreyfivön.
Þetta hafa verið mér erfiðar pælingar – ég kann því illa að tapa – og sérstaklega í baráttunni við sjálfa mig – ég vil vera sjálfs míns herra!
Það er því bara eitt markmið – að það er núna sem ég léttist.

