Beðið eftir Ragnheiði

Jæja þá er hvunndagurinn runninn upp – joga, vatnsleikmi og blak – já meira að segja blak. Ég hef ekki spilað blak af neinu viti síðan fyrir jól – áreiðanlega 2 mánuðir síðan ég var fulla æfingu… Ég hef sem sagt verið algjörlega frá í hnénu – og ég er að reyna að beina því í þann farveg að ég hugsi nú af alvöru um að léttast. Það gengur hins vegar á ýmsu. Ég verð að skrifa matardagbók – það er ekki nóg fyrir mig að passa mig og halda að ég sé að gera allt rétt en svo er oft einhver sprengja… Það kemur – það þýðir ekki að gefast upp….

En ég er mjög glöð yfir því að fóturinn er að lagast – ég fer í myndatökuna á morgun og svo sjáum við til hvað verður gert með hnéð. En svarið er alltaf það sama – léttast léttast og léttast – og halda svo áfram að hreyfa mig og styrkja. Ekki flókið eða hvað?

Færðu inn athugasemd