…
Þetta var það sem Baldur sagði við mig – einhvern tímann þegar mér ofbauð líkamsræktarálagið! Ég trúði honum svo sem – enda var hann ekki að skafa utan af því þá né nú!
Það er ekki nein hálftíma hreyfing við og við sem fellur honum í geð…
En það var nú ekki aðalmálið. Ég hef kviðið svo svakalega fyrir því að fara á vigtina eftir desember og jólin… Var helst á því að fara ekki neitt – en er nú orðin nokkuð þjálfuð í að eiga við mína. Niðurstaðan er að 1,5 kg hafa bæst við – og það er innan marka þess sem mér var kennt að mætti búast við af slíku át tímabili. Ég er því sátt – og held áfram að paufast við að halda í við mig. Það er allmikið mál að minnka matarskammtana hjá konunni – en verður gert. Þetta er nefnilega bæði spurning um skammtastærðir og hvað er borðað þó síðari liður stæðunnar sé sem betur fer oftar í lagi en hitt…
