Gærdagurinn var ágætur um margt! Ég fór í sundleikfimi, blak og sund. Blakið er held ég alveg út úr myndinni í bili – ég get ekkert notað vinstri fótinn og kem mér því ekki frá A til B – sama hversu stutt er á milli þeirra staða og snöggar hreyfingar eru alveg út úr myndinni. Ég get hins vegar synt og eftir að hafa verið smá í blaki – eða um 40 mín fór ég og synti í hálftíma eða svo. Þannig að hreyfingin í gær var 150 mínútur – sem er gott! En ég borðaði eins og hestur! Cok og prins – er maður í lagi – ónei. En þetta var allt skráð samviskusamlega niður og mér sýnist ég ekki hafa farið yfir orkuþörf dagsins en þessi dagur var ekki nýttur til þess að léttast – og ætlaði ég að hafa það svoleiðis – uuuuuuuuu held ekki!
Þannig að það er smá svigrúm til bætingar 😉 Dagurinn í dag er góður – eina er að ég er svakalega þreytt og lufsuleg eitthvað – já og get svona illa gengið, en ég skrifa hið fyrr nefnda á hve skart maður er að minnka skammtana eftir jólin – smá svona syfja kemur yfir mann.
En þetta er allt að koma – engin hreyfing í dag samt sem þýðir sund á morgun!
Þannig er það bara.