Áætlun hrint í gang!

Jæja markmið ársins eru ekki flókin:

Léttast 12 kg.

  • Leiðir:
    • Matardagbók
    • Vigtun sjálf eða hjá öðrum
    • Hreyfing
    • Taka ábyrgð á innkaupum og matseðlum

Stunda hreyfingu 6 daga vikunnar í 90 – 120 mínútur.
Ljúka mastersgráðunni.
Taka 1 áfanga í stjórnun næsta haust

fara á 4 – 6 vikna fresti til Akureyrar

Nýta mér vel bjargir:

  • Sjúkraþjálfun
  • Efni frá Reykjalundi
  • Stuðningsnet vina og kunningja
  • Blogg

Leiðir sem opnaðar hafa verið núna 4. janúar:

Blogga 😉
Hreyfingaáætlun

  • Rope yoga í  Lifandi húsi 2 x  í viku
  • Sundleikfimi hjá Vatni og heilsu 
  • Salur á Borg – lyfta
  • Sund – hjól 2 x í viku
    • Má gjarnan vera þrisvar segir sjúkraþjálfarinn blessaður.
  • Blak 1 x í viku (hnéð leyfir varla tvær æfingar).
Hér þarf að bæta við æfingum heima fyrir hné og mjaðmir á dýnu.

Viðfangsefni lokaverkefnis er ljóst
Búin að koma mér í samband við þrjár lykilmanneskjur vegna þess

Ég er einnig búin að skrifa matardagbók í þrjá daga.

Þannig að áætlunin er bara nokkurn veginn á áætlun 🙂

Gaman að því!

2 athugasemdir á “Áætlun hrint í gang!

  1. Ví þú ert svo dugleg 🙂 Mjög ánægð að þú setjir þér markmið, það er byrjunin á öllu saman.

    Líkar við

  2. Takk Halldóra! Já þetta er eins og það á að vera – mér tókst ekki að hafa þetta svona fyrir áramótin – reyndar var ég heldur ekki alveg nógu dugleg heldur á vorönninni – mér finnst muna mikið um að fara ekki með moggann – rope yogað og sundleikfimin er eiginlega í staðinn. Svo verð ég vonandi bara aftur svo góð í fótunum að ég geti borið út á ný 🙂

    Líkar við

Færðu inn athugasemd