Forsendur
Ég
 |
| Aðalsteinn að skera út laufabrauð að norðlenskum sið |
32 stig (1600 kal) á dag miðað við 40 – 60 mín hreyfingu á dag 5 daga vikunnar = – 0,5 kg pr. viku.
Nú jæja – lykillinn að því að léttast er að vita hvað maður etur. Til þess að vita það er mikilvægt að vigta matinn og skrá hjá sér. Nú jæja. Vigtun er nokkuð komin inn í augun mín – en sumt vigta ég nú. Reykjalundur lét mér í té kaloríuhefti mikið sem byggir á sama gagnagrunni og matarvefurinn.is. Bókin er týnd svo ég nota matarvefinn og færi svo inn í excel í lok hvers dags – eða eftir 2 -3 daga það sem ég hef etið og reikna vísindalega út.
Talningin – vigtunin er samt ekki aðalmálið heldur þessi meðvitund. Vinna með það sem maður borðar – alveg eins og maður vinnur með hreyfinguna sína: þyngir, gerir hraðar, er lengur að, o.s.f.v. En sem sagt.
Nokkur atriði eru mjög merkileg
1 konfektmoli er 1 stig – njótið hans því vel – en vel að merkja – hann er þó ekki meira! Epli er líka 1 stig. Þitt er valið.
En vissuð þið að laufabrauð – þetta fis – er um 4 stig? Svoldið mikið verð ég að segja!
Agnarögn af kartöflusalati (e.t.v. ein msk) er 3 stig? Jamm – kannski er nú bara ekkert erfitt að sleppa því! Tvær vænar kartöflur eru 2 stig!
Og magurt hangikjöt eða magurt svínakjöt er bara snilld sem álegg á t.d. sólkjarnabrauð – má meira að segja vera þykk og væn sneið – alveg um 100 gr. til þess að jafnast á við 1 heimilsbrauðsneið með smjöri og osti – og þó létt og laggott sé! Jamm það skiptir máli hvað maður velur krakkar mínir!
Og svakalega er nú gott að rifja þetta allt saman upp!
Ég fór í sundleikfimina í morgun þó ég væri algjörlega viss um að ég myndi ekki vakna og ef ég myndi vakna þá yrði ég svo þreytt og syfjuð og allt – að þetta yrði tómur skandall – öðru nær. Þetta var yndislegt – en erfiaðar en mig minnit – hnéð ekki til neinna sérstakra stórræða þarna – þá er bara að vera svoldið í djúpu – það er ágætt líka. En mikið er þetta yndislegt.
Blak á eftir – og eitthvað þarf ég að gera á morgun… laugardag og sunnudag – svoldið mikið plan í gangi. Samkvæmt áætlun er það sund tvo þessara daga – hlé einn daginn.
Sem sagt allt á áætlun – eða flest!