Beðið eftir Ragnheiði

Jæja þá er hvunndagurinn runninn upp – joga, vatnsleikmi og blak – já meira að segja blak. Ég hef ekki spilað blak af neinu viti síðan fyrir jól – áreiðanlega 2 mánuðir síðan ég var fulla æfingu… Ég hef sem sagt verið algjörlega frá í hnénu – og ég er að reyna að beina því í þann farveg að ég hugsi nú af alvöru um að léttast. Það gengur hins vegar á ýmsu. Ég verð að skrifa matardagbók – það er ekki nóg fyrir mig að passa mig og halda að ég sé að gera allt rétt en svo er oft einhver sprengja… Það kemur – það þýðir ekki að gefast upp….

En ég er mjög glöð yfir því að fóturinn er að lagast – ég fer í myndatökuna á morgun og svo sjáum við til hvað verður gert með hnéð. En svarið er alltaf það sama – léttast léttast og léttast – og halda svo áfram að hreyfa mig og styrkja. Ekki flókið eða hvað?

Matardagbókarskrif

…ganga skrikkjótt 🙂 – En þau eru nú samt gerð. Og skulu vera gerð. Algjört lykilatriði að telja þetta saman og hafa í lagi! Dj… sem maður er fljótur að sleppa tökunum annars….

Ég er alveg handónýtí hnénu og búin að vera síðan fyrir jól – það er alltaf eitthvað. Nú hefur rope yogað hjálpað mér með mjaðmirnar þannig að ég veit varla af þeim – og þá kemur náttúrulega hnéð inn. Vonandi nýtast þeir verkir og helti mér til þess að leggja harðar að mér í því að léttast. Það þarf að styrkjast en ekki veikjast í andanum 🙂

Nú er norðurferð í pípunum – mikið hlakka ég til! Við Dísa verðum í viku við nám og kannski svona eilítið kigg á Herdísi Maríu – eða hvað ;).

Þar hlýtur mataræði að vera í algjöru himnalagi – býst ekki við öðru.

Bara spennandi.

Kveðja Inga fótalausa sem fann hækjuna hans Palla og styður sig við hana.

VIGTUN!!!


Þetta var það sem Baldur sagði við mig – einhvern tímann þegar mér ofbauð líkamsræktarálagið! Ég trúði honum svo sem – enda var hann ekki að skafa utan af því þá né nú!

Það er ekki nein hálftíma hreyfing við og við sem fellur honum í geð…

En það var nú ekki aðalmálið. Ég hef kviðið svo svakalega fyrir því að fara á vigtina eftir desember og jólin… Var helst á því að fara ekki neitt – en er nú orðin nokkuð þjálfuð í að eiga við  mína. Niðurstaðan er að 1,5 kg hafa bæst við – og það er innan marka þess sem mér var kennt að mætti búast við af slíku át tímabili. Ég er því sátt – og held áfram að paufast við að halda í við mig. Það er allmikið mál að minnka matarskammtana hjá konunni – en verður gert. Þetta er nefnilega bæði spurning um skammtastærðir og hvað er borðað þó síðari liður stæðunnar sé sem betur fer oftar í lagi en hitt…

Ba-bú-ba-bú hætta á ferð!

Eftir þrjá frábærda daga í upphafi árs koma tveir miður góðir – hvorugur dagurinn er þó meira en 42 stig – báðir um 36 stigin – en það er auðvelt að sleppa tökunum og halda að maður hafi efni á því að ,,láta eftir sér“. Maður á bara ekki að láta eftir sér í mat heldur í einhverju öðru! Skal gert – mín er á vaktinni og því mun þetta ekki bresta! Hlakka til áskorana morgundagsins – mun standast þær!

Takk fyrir jólin elskurnar og góða nótt!

Yndislegt pakkaflóð fylgdi litlu fjölskyldunni að norðan og Ragnheiði! Ömmu og afa. Inga og Palli fengu líka nokkra pakka. Bara dásamlegt kvöld!

Afi að horfa á Herdísi. Það er gott að elska!

Pabbi að horfa á Herdísi. Það er gott að elska!

Það er gott að vera elskuð!

Ekki bæði haldið og sleppt

Gærdagurinn var ágætur um margt! Ég fór í sundleikfimi, blak og sund. Blakið er held ég alveg út úr myndinni í bili – ég get ekkert notað vinstri fótinn og kem mér því ekki frá A til B – sama hversu stutt er á milli þeirra staða og snöggar hreyfingar eru alveg út úr myndinni. Ég get hins vegar synt og eftir að hafa verið smá í blaki – eða um 40 mín fór ég og synti í hálftíma eða svo. Þannig að hreyfingin í gær var 150 mínútur – sem er gott! En ég borðaði eins og hestur! Cok og prins – er maður í lagi – ónei. En þetta var allt skráð samviskusamlega niður og mér sýnist ég ekki hafa farið yfir orkuþörf dagsins en þessi dagur var ekki nýttur til þess að léttast – og ætlaði ég að hafa það svoleiðis – uuuuuuuuu held ekki!

Þannig að það er smá svigrúm til bætingar 😉 Dagurinn í dag er góður – eina er að ég er svakalega þreytt og lufsuleg eitthvað – já og get svona illa gengið, en ég skrifa hið fyrr nefnda á hve skart maður er að minnka skammtana eftir jólin – smá svona syfja kemur yfir mann.

En þetta er allt að koma – engin hreyfing í dag samt sem þýðir sund á morgun!

Þannig er það bara.

Matardagbókarskrif eru merkileg iðja!

Forsendur
Ég

Aðalsteinn að skera út laufabrauð að norðlenskum sið

32 stig (1600 kal) á dag miðað við 40 – 60 mín hreyfingu á dag 5 daga vikunnar = – 0,5 kg pr.  viku.

Nú jæja – lykillinn að því að léttast er að vita hvað maður etur. Til þess að vita það er mikilvægt að vigta matinn og skrá hjá sér. Nú jæja. Vigtun er nokkuð komin inn í augun mín – en sumt vigta ég nú. Reykjalundur lét mér í té kaloríuhefti mikið sem byggir á sama gagnagrunni og matarvefurinn.is. Bókin er týnd svo ég nota matarvefinn og færi svo inn í excel í lok hvers dags – eða eftir 2 -3 daga það sem ég hef etið og reikna vísindalega út.

Talningin – vigtunin er samt ekki aðalmálið heldur þessi meðvitund. Vinna með það sem maður borðar – alveg eins og maður vinnur með hreyfinguna sína: þyngir, gerir hraðar, er lengur að, o.s.f.v. En sem sagt.

Nokkur atriði eru mjög merkileg
 1 konfektmoli er 1 stig – njótið hans því vel – en vel að merkja – hann er þó ekki meira! Epli er líka 1 stig. Þitt er valið.

En vissuð þið að laufabrauð – þetta fis – er um 4 stig? Svoldið mikið verð ég að segja!

Agnarögn af kartöflusalati (e.t.v. ein msk) er 3 stig? Jamm – kannski er nú bara ekkert erfitt að sleppa því! Tvær vænar kartöflur eru 2 stig!

Og magurt hangikjöt eða magurt svínakjöt er bara snilld sem álegg á t.d. sólkjarnabrauð – má meira að segja vera þykk og væn sneið – alveg um 100 gr. til þess að jafnast á við 1 heimilsbrauðsneið með smjöri og osti – og þó létt og laggott sé!  Jamm það skiptir máli hvað maður velur krakkar mínir!

Og svakalega er nú gott að rifja þetta allt saman upp!

Ég fór í sundleikfimina í morgun þó ég væri algjörlega viss um að ég myndi ekki vakna og ef ég myndi vakna þá yrði ég svo þreytt og syfjuð og allt  – að þetta yrði tómur skandall – öðru nær. Þetta var yndislegt  – en erfiaðar en mig minnit – hnéð ekki til neinna sérstakra stórræða þarna – þá er bara að vera svoldið í djúpu – það er ágætt líka. En mikið er þetta yndislegt.

Blak á eftir – og eitthvað þarf ég að gera á morgun… laugardag og sunnudag – svoldið mikið plan í gangi. Samkvæmt áætlun er það sund tvo þessara daga – hlé einn daginn.

Sem sagt allt á áætlun – eða flest!

Áætlun hrint í gang!

Jæja markmið ársins eru ekki flókin:

Léttast 12 kg.

  • Leiðir:
    • Matardagbók
    • Vigtun sjálf eða hjá öðrum
    • Hreyfing
    • Taka ábyrgð á innkaupum og matseðlum

Stunda hreyfingu 6 daga vikunnar í 90 – 120 mínútur.
Ljúka mastersgráðunni.
Taka 1 áfanga í stjórnun næsta haust

fara á 4 – 6 vikna fresti til Akureyrar

Nýta mér vel bjargir:

  • Sjúkraþjálfun
  • Efni frá Reykjalundi
  • Stuðningsnet vina og kunningja
  • Blogg

Leiðir sem opnaðar hafa verið núna 4. janúar:

Blogga 😉
Hreyfingaáætlun

  • Rope yoga í  Lifandi húsi 2 x  í viku
  • Sundleikfimi hjá Vatni og heilsu 
  • Salur á Borg – lyfta
  • Sund – hjól 2 x í viku
    • Má gjarnan vera þrisvar segir sjúkraþjálfarinn blessaður.
  • Blak 1 x í viku (hnéð leyfir varla tvær æfingar).
Hér þarf að bæta við æfingum heima fyrir hné og mjaðmir á dýnu.

Viðfangsefni lokaverkefnis er ljóst
Búin að koma mér í samband við þrjár lykilmanneskjur vegna þess

Ég er einnig búin að skrifa matardagbók í þrjá daga.

Þannig að áætlunin er bara nokkurn veginn á áætlun 🙂

Gaman að því!

Gamlárspartý!

….af bestu gerð! Við sálgæslu hunda í sprengjuóðum heimi ;). Þetta er búinn að vera hinn ágætasti dagur – var hálf lasin en kaffisopi hressti mig nú við  og svoldið af magatöflum!

Við elduðum frábæra humarsúpu og fylltar kalkúnabringur – alveg frábær matur! Ragnheiður var með okkur – rólegt og gott. Hún fór síðan yfir til Ingvars að njóta skoteldanna á því heimili – sem eru víst allnokkrir!

Jólin hafa verið alveg yndislegt – Aðalsteinn, Halldóra og Herdís voru hér með okkur fram á þriðja dag jóla – en annars höfum við haft það rólegt og gert mest lítið! Ég hef lítið hreyft  mig – en étið heilmikið! Og hugsað um lífsstílinn minn og smávægilega endurhæfingu sem ég þarf að taka þátt í varðandi þann hluta! Þetta liggur alveg ljóst fyrir um þessar mundir – svo er bara spurning hvað verður þegar muna þarf eftir ákvörðununum! En ég hlakka bara til áskorananna – og ég hlakka svakalega til þess að vinna að mastersverkefninu sem ég veit ekki alveg enn hvert á að vera! En ég er komin með  leiðbeinanda, ég er komin með leyfi fyrir 30 eininga verkefni og ég veit að ég þarf að vera komin með áætlun í annarri viku þessa ágæta árs! Þannig að vonandi kemur eitthvað frámunalega gáfulegt yfir mig í nótt! Ég held ég sé samt alveg ákveðin í að gera starfendarannsókn – spennandi.

Nánar um markmið 2012 innan tíðar!