Síðustu (kíló)metrarnir

Jæja nú er það svo að það er vika í lokaskil á tveimur verkefnum hjá mér – ég vonast til þess að geta klárað annað núna um helgina, en ég er svo mikið jólanörd að ég á svoldið erfitt með þetta – ég þarf að vera að öllum stundum, það er bara þannig – og á því ekkert að þvælast um í jóladótinu ;).

En þetta á allt eftir að ganga! Ég þarf að fara í jarðaför á morgun

Úff

Svaka erfitt að vera ekki á fésbókinni!

En ég ætla að prófa svoldið lengur 🙂 


“Piglet sidled up to Pooh from behind. „Pooh?“ he whispered.

„Yes, Piglet?“

„Nothing,“ said Piglet, taking Pooh’s hand.

„I just wanted to be sure of you.”

― A.A. Milne, Winnie-the-Pooh

Fésbókin hvíld

Úff það er svakaerfitt að geta ekki þvælst um á fésinu og verða bara að læra og læra og læra 🙂 Þetta er merkileg tilraun.
En hér koma mögulegir fésbókarstatusar 🙂

9:00 Nú fer iljarsinafellið og iljarfellbólgan í próf í dag – Baldur rokkar
10:00 Næg eru verkefnin, er ekki rétt að hefjast handa?
12:00 Vó hvað ég er búin að vera dugleg – nú er allt að ske í lyklun sem öðru!
15:00 Úpsi púps eiginlega er ég í svolitlum vandræðum… 2000 orð komin en þurfa að vera 4000 hmmmm vantar svoldið mikið upp á þetta þykir mér!
17:15 Ég er ekki að grínast! Verkefnið er að verða búið um leiðsagnarkennarann! Oh yeah