Geðvonska eins og geðvonska var hugsuð í upphafi

Ég held að sá sem hannaði skapsveiflur hafi einmitt haft geðvonsku eins og ég þjáist af í huga – ji minn eini. Kannski hefur það eitthvað með lyfjaskammta að gera – ég er að þurrka út sem flest lyf sem ég tek. En sé að ég verð samt að halda ofnæmistölfunum inni eitthvað áfram amk þangað til ég verð duglegri að þrífa og viðra hundahárin út úr mínu lífi 🙂

Ég fór á Reykjalund í gær og það voru alveg skelfilegar niðurstöður – eiginlega verri en ég hélt að væri mögulegar. Meira að segja vöðvamassinn hefur látið undan síga verulega. Enda kannski ekki skrítið – ég varð að draga úr hreyfingunni vegna verkja. Það átti líka að draga úr átinu en það hefur ekki verið gert. Það verður sem sagt gert núna. En þeir voru samt ánægðir með hreyfinguna og ég get…

Markmiðslistinn er eftirfarandi:
Útbúa stundaskrá og þar skal tiltekið

  • Hvenær konan fer og verslar inn
  • Hvenær konan eldar súpuna sem endist í 3 daga hið minnsta
  • Matseðla
  • Matardagbók
  • Þrif – tímasetning
    • Viðrun
    • Fatauppröðun og flokkun
    • almenn þrif á tilteknum herbergjum hússins
    • Þvottur
  • Nám
  • Líkamsrækt 
    • rope yoga
    • sund
    • ganga
    • blak
  • Aðrar tómstundir
    • félagsmál
    • heimsóknir
    • Bútasaumur
Þetta verður nú meiri fína stundaskráin. Það er sem sagt virk iðjuþjálfun framundan.
Líklega mun ég segja mig frá félagsmálum – þau gefa mér ekki mikið þegar ég er svona önnum kafin.
Svo þarf ég að fara til sálfræðings og kanna þennan meinta athyglisbrest. Ég held satt að segja – stundum að ég sé að missa vitið. Gjörsamlega.  Það er þá bara að muna eftir því að panta tímann… það er svoldið erfitt þó ýmsum brögðum sé beitt. 
Mataræði gærdagsins og dagana á undan var til fyrirmyndar.
Í morgun var það hins vegar laugardagsmorgunverðurinn – sem ég átti ekki inni fyrir, rúnstykki og berlínarbolla. Ég mun hafa það í huga í dag – vera dugleg að drekka vatn.
Og svo þarf maður nú að verða amma…

Færðu inn athugasemd