Góður dagur

Það er mikilvægt að njóta þess sem vel er gert. Og í dag hef ég gert vel. Ég fór í rope yoga – og talaði við Eygló eftir tímann og naut þess mjög. Ég ætla að fá hana með mér í lið. Ég er ekki að gefast upp- fullt af góðum hlutum í gangi.

Ég hef ekki verið betri skrokknum í áraraðir. Ég skrifa matardagbók, ég fer í íþróttir og ég sef vel.

…og ég hef verið dugleg að drekka vatn í dag!

Og ekki nóg með það – ég fór til Bjarkar í dag í heimsókn og betri verða nú ekki gerðirnar en það!

Ég finn að ég er að ná tökum á ný

Markmið

Svona er markmiðslistinn – rétt að líta á hvernig gengur lið fyrir lið.

Nú er barnabarnið komið og því fylgdi ákveðið rask en lítum á!



  • Hvenær konan fer og verslar inn
  • Hvenær konan eldar súpuna sem endist í 3 daga hið minnsta
  • Matseðla
  • Ekkert farin að gera stundaskrá
  • Matardagbók
  • Skrifaði um helgina – og aftur í dag (ekki á sunnudag og mánudag)
  • Þrif – tímasetning
    • Viðrun
    • Fatauppröðun og flokkun
    • almenn þrif á tilteknum herbergjum hússins
    • Þvottur
        • Þoði svakalega mikið um helgina og þurrkaði – á eftir að ganga frá.
  • Nám
  • Lítið gert í því en þó aðeins – fékk frest á lestrardagbók sem þarf að klárast sem fyrst og er byrjuð á Ferilmöppunni.
  • Líkamsrækt 
    • rope yoga
    • sund
    • ganga 
      • Fór að ganga á laugardag og sunnudag. – Mjög gott
    • blak
  • Aðrar tómstundir
    • félagsmál
        • Langar að segja mig úr öllu.
    • heimsóknir
        • Ætla að fara í heimsókn á morgun 🙂 og var fyrir norðan 🙂
    • Bútasaumur
    Og núna er ég að borða grænmeti og vínber – hef staðið mig nokkuð vel í dag -en samt nokkuð af nachos. 

    Og nú fer ég að læra og stússast.

    Geðvonska eins og geðvonska var hugsuð í upphafi

    Ég held að sá sem hannaði skapsveiflur hafi einmitt haft geðvonsku eins og ég þjáist af í huga – ji minn eini. Kannski hefur það eitthvað með lyfjaskammta að gera – ég er að þurrka út sem flest lyf sem ég tek. En sé að ég verð samt að halda ofnæmistölfunum inni eitthvað áfram amk þangað til ég verð duglegri að þrífa og viðra hundahárin út úr mínu lífi 🙂

    Ég fór á Reykjalund í gær og það voru alveg skelfilegar niðurstöður – eiginlega verri en ég hélt að væri mögulegar. Meira að segja vöðvamassinn hefur látið undan síga verulega. Enda kannski ekki skrítið – ég varð að draga úr hreyfingunni vegna verkja. Það átti líka að draga úr átinu en það hefur ekki verið gert. Það verður sem sagt gert núna. En þeir voru samt ánægðir með hreyfinguna og ég get…

    Markmiðslistinn er eftirfarandi:
    Útbúa stundaskrá og þar skal tiltekið

    • Hvenær konan fer og verslar inn
    • Hvenær konan eldar súpuna sem endist í 3 daga hið minnsta
    • Matseðla
    • Matardagbók
    • Þrif – tímasetning
      • Viðrun
      • Fatauppröðun og flokkun
      • almenn þrif á tilteknum herbergjum hússins
      • Þvottur
    • Nám
    • Líkamsrækt 
      • rope yoga
      • sund
      • ganga
      • blak
    • Aðrar tómstundir
      • félagsmál
      • heimsóknir
      • Bútasaumur
    Þetta verður nú meiri fína stundaskráin. Það er sem sagt virk iðjuþjálfun framundan.
    Líklega mun ég segja mig frá félagsmálum – þau gefa mér ekki mikið þegar ég er svona önnum kafin.
    Svo þarf ég að fara til sálfræðings og kanna þennan meinta athyglisbrest. Ég held satt að segja – stundum að ég sé að missa vitið. Gjörsamlega.  Það er þá bara að muna eftir því að panta tímann… það er svoldið erfitt þó ýmsum brögðum sé beitt. 
    Mataræði gærdagsins og dagana á undan var til fyrirmyndar.
    Í morgun var það hins vegar laugardagsmorgunverðurinn – sem ég átti ekki inni fyrir, rúnstykki og berlínarbolla. Ég mun hafa það í huga í dag – vera dugleg að drekka vatn.
    Og svo þarf maður nú að verða amma…

    Long time no see

    Það er margt um að vera hjá Ingveldi og þykir henni sem hornunum fari síst fækkandi – þrátt fyrir góðan vilja:

    Vera í þremur áfangum í masternámi í kennslufræði – það tekur tíma, sérstaklega þar sem allt fyrir neðan 9 telst vanvirðing við markmið mín!

    Prjóna og bíða eftir ömmubarninu! – er eiginlega í fyrsta sæti….

    Stjórnmálavafstur – hvernig í ósköpunum kom ég mér í það… óskiljanlegt

    Hreyfing sem er auðveldlega hægt að missa út í námsleyfi – ójá – hafi afsakanir verið fyrir hendi áður þá hrúgast þær og hrannast upp nú og því var mér alveg hætt að standa á sama, skráði mig í rope yoga- maður verður þá að mæta á ákveðnum tíma – gefst vel. Svo er náttúrulega blakið og ein æfing – sund eða lyftingar – en þetta er ekki nóg. Ég finn það alveg. Ég fer ekki með moggann þar sem það var mér bara ofviða að vita að ég ætti alltaf að vakna svona snemma alveg sama hvernig ég svæfi og vera svo svellköld í náminu… Var mjög illt í fótum og hætti því… í bili amk 🙂 – fór nú samt í morgun í aldreifingu.

    Blakið er nú alltaf allnokkurt umstang og fer ekki minnkandi því við erum á þvílíku flugi þar!

    Samviskubit í mataræði – því það er jú hið eina sem ég geri í þeim málum. Gengur illa  -finnst ég þyngjast jafnt og þétt – amk ekki léttast neitt. Svakalega erfitt að vera heima alla daga og eiga að léttast um leið – námið hefur líka í för með sér miklar setur –  miklu meiri en í kennslunni…. Erfitt að vera í námsleyfi – en gaman :).

    Kvenfélag – á stundum, ekki gríðarlega íþyngjandi nema þar og þá að eitthvað skellur á sem ég mundi alls ekki eftir…

    Svo er áreiðanleg eitthvað sem ég man ekki – sem ég finn mér í að stússast í og við og allt um kring.

    Já t.d. Facebook – ég meina hvar er sjálfsstjórnin þegar kemur að henni? Annars er ég nú að verða búin að ná tökum á því :).

    Og fara svo ekki jólin að koma?

    En annars er allt í góðu – ekki verið betri í skrokknum í áraraðir en er samt mjög slæm í hnénu sem er kannski meira hamlandi en verkirnir – en ristar eru að mestu góðar og mjaðmir eru mjög að lagast og svakalega sem robe yoga tekur þar á maður minn…

    Og svo þarf bara að hætta að fá 8,5 fyrir verkefni og fá 9 – þetta fer svoldið í taugarnar á mér 🙂 en leiðsagnarmatið er til staðar svo ég ætti að geta bætt mig – vonandi.

    Sjáumst hress – ætla að vera dugleg að blogga mig til heilsu á ný – það skiptir  mál.

    Lifandi hús