Það er margt um að vera hjá Ingveldi og þykir henni sem hornunum fari síst fækkandi – þrátt fyrir góðan vilja:
Vera í þremur áfangum í masternámi í kennslufræði – það tekur tíma, sérstaklega þar sem allt fyrir neðan 9 telst vanvirðing við markmið mín!
Prjóna og bíða eftir ömmubarninu! – er eiginlega í fyrsta sæti….
Stjórnmálavafstur – hvernig í ósköpunum kom ég mér í það… óskiljanlegt
Hreyfing sem er auðveldlega hægt að missa út í námsleyfi – ójá – hafi afsakanir verið fyrir hendi áður þá hrúgast þær og hrannast upp nú og því var mér alveg hætt að standa á sama, skráði mig í rope yoga- maður verður þá að mæta á ákveðnum tíma – gefst vel. Svo er náttúrulega blakið og ein æfing – sund eða lyftingar – en þetta er ekki nóg. Ég finn það alveg. Ég fer ekki með moggann þar sem það var mér bara ofviða að vita að ég ætti alltaf að vakna svona snemma alveg sama hvernig ég svæfi og vera svo svellköld í náminu… Var mjög illt í fótum og hætti því… í bili amk 🙂 – fór nú samt í morgun í aldreifingu.
Blakið er nú alltaf allnokkurt umstang og fer ekki minnkandi því við erum á þvílíku flugi þar!
Samviskubit í mataræði – því það er jú hið eina sem ég geri í þeim málum. Gengur illa -finnst ég þyngjast jafnt og þétt – amk ekki léttast neitt. Svakalega erfitt að vera heima alla daga og eiga að léttast um leið – námið hefur líka í för með sér miklar setur – miklu meiri en í kennslunni…. Erfitt að vera í námsleyfi – en gaman :).
Kvenfélag – á stundum, ekki gríðarlega íþyngjandi nema þar og þá að eitthvað skellur á sem ég mundi alls ekki eftir…
Svo er áreiðanleg eitthvað sem ég man ekki – sem ég finn mér í að stússast í og við og allt um kring.
Já t.d. Facebook – ég meina hvar er sjálfsstjórnin þegar kemur að henni? Annars er ég nú að verða búin að ná tökum á því :).
Og fara svo ekki jólin að koma?
En annars er allt í góðu – ekki verið betri í skrokknum í áraraðir en er samt mjög slæm í hnénu sem er kannski meira hamlandi en verkirnir – en ristar eru að mestu góðar og mjaðmir eru mjög að lagast og svakalega sem robe yoga tekur þar á maður minn…
Og svo þarf bara að hætta að fá 8,5 fyrir verkefni og fá 9 – þetta fer svoldið í taugarnar á mér 🙂 en leiðsagnarmatið er til staðar svo ég ætti að geta bætt mig – vonandi.
Sjáumst hress – ætla að vera dugleg að blogga mig til heilsu á ný – það skiptir mál.
Lifandi hús