Ég hef nú hafið námsleyfið mitt. Það geri ég með því að koma húsinu mínu í það ástand að þar sé hægt að hugsa – og læra. Þetta er umtalsverð vinna en þar sem stundaskrá er nú ekki almennilega tilbúin og flestir áfangarnir byrja í lok ágúst þá hef ég nokkra daga.
Ég vann líka upp smá svona skiterí sem er að þvælast fyrir mér – þannig að smá smuga sé á því að samviskan sé eins hrein og kostur er miðað við efni og aðstæður.
Ég er einnig byrjuð að losa mig við sumarskvapið sem virðist koma á tíföldum ljóshraða í ágúst. Nú ætlum við hjónin að ganga í takt og ná 100 kílóa markmiðinu – sem þarf að nást eftir 3 ár og still counting :).
Ég finn að ég þarf að aðskilja mig frá skólanum – og það var skrítin tilfinning að vera ekki með þeim að sýsla í dag. En ég á nú eftir að hitta á þau og nýta mér aðstöðuna eitthvað ef ég má.
En yfir og út, gólfin eru að þorna og nú er að þurrka af og skvera meira til hér frammi – veit ekki alveg hvað mér tekst að humma af mér vinnuherbergið lengi… huhummmm. Maður hefur svona mest verið útivið í sumar 😉