Úr vörn í sókn

…eða eiginlega bara miðjumoði! Sumarið hefur verið fljótt að líða – mikið lifandis skelfing geta þessar vikur liðið hratt og ekki nær maður að klára eða gera nærri allt sem maður hafði í huga. Mig langaði til dæmis að vera duglegri við flest:

Allsherjar tiltekt innan dyra
Hreinsa beð og vinna aðeins í garðinum bakatil
Mála pallana
Ganga á 1 fjall á viku (lítið fjall mjög lítið)
Fara 3 -5 sinnum í golf á viku
Fara reglulega í sund
Þyngjast ekki – og helst léttast örlítið.

Í skemmstu máli má segja að ekkert af þessu hefur gengið eftir – en þó hef ég náð að fara í golf og fara upp á 2 fjöll þetta sumarið og stefni á Ingólfsfjall og Esjuna nú um og eftir miðjan ágúst, en hefði þá náttúrulega átt að vera búin að æfa mikið.

Í golf hef ég farið nokkuð reglulega og eins oft og ég hef komist, hef verið alveg daginn að jafna mig eftir 9 holurnar sem ég hef farið líklega fimm sinnum í júlí.
Sundið hef ég alveg svikið mig um – skil ekki afhverju ég nenni ekki í sund hér á Selfossi… Vil bara Borg og ekkert annað – fór svaka mikið í sund í júní samt – minna í júlí.

Eg hef líklega þyngst um 1 kg í sumar – og nú verður að passa sig í ágúst – það þarf að snúa við hjólinu og markmiðin eru klár. Ég fer í 2 vikna ferðalag eða svo á vagninum og þá er mikilvægt að hafa hollt og gott að borða enda ætti það nú ekki að vera erfitt með alla grænmetisuppskeru landsins á borðum.

Húsið hefur verið verra en það er langt frá því að vera nógu gott enda ákvað ég að láta útivistina og sumargleðina ráða – og láta heimilisverkin bíða haustsins.

Ég er afleit í skrokknum en viriðist hafa nokkuð góð tæki í höndunum til að vinna með það. Flogaveikislyfin – sem eru í raun vöðvaslakandi lyf gera kraftaverk á næturnar – verst hvað ég verð morgunsvæf af þeim – en allt í lagi – maður hýtur að getaa snúið því við. Verkjalyf þurfa að koma inn á löngum göngum, og ég verð að passa mig á því hvað ég borða – sykur virðist til dæmis fara mjög illa í mig hvort heldur í höfuð eða liðina.

Markmiðin hafa því líklega verið helst til metnaðarfull – flest þeirra hafa þó komið eitthvað við sögu :).

En nú er að huga að markmiðum ágústs mánaðar:

Borða skynsamlega á ferðalaginu og ganga nokkuð. Golf.
Undirbúa Þingvallaferðalag með skólanum.
Byrja að lesa í náminu – prenta út og setja í skipulag.
Og vinna að ýmsum ömmustörfum – það styttist óðum  ef Guð lofar.

Færðu inn athugasemd