Ég sigli inn í strembinn tíma núna – virðist vera búin að brjóta niður alla veggi og merki sem eiga að vísa mér veginn – borða of mikið og allt af vitlausri gerð. Þetta gerðist líka í fyrra – en nú gríp ég inn í – fyrr og alkunnu öryggi 🙂 Eina sem er að – er ,,frasinn á morgun…“
Ég er alveg búin að vera afleit – fór í golf í fyrradag og boy oh boy sit ég í súpunni af því volkinu. En ég er á réttri leið. Vinn mig niður úr þessari verkjasúpu…
Ég fór í sund í gær eftir RVK ferð þar sem við hjónin keyptum okkur helst skó… og smá útilegudót því við ætlum nú að taka nokkrar daga í útilegu eftir helgina. En þessi verslunarmannahelgi er með því undarlegra sem gerst hefur í þeim flokknum. Viðbjóðsleg rigningartíð, sund á föstudagskvöldi, hekl á laugardegi – jamm bara náðugt.
En ég verð að einbeita mér að mataræðinu og ábyrgjast það alveg sjálf þó spillingin sé hér um allt hús – borin inn af öðrum sem eru ekki alveg á sömu leið.
Þjálfa sjálfsstjórn segir Baldur – en ég veit ekki hvað ég get haldið áfram að stóla á eitthvað sem ég hef ekki – ég verð bara að taka málin í mínar hendur. Segja mig úr samfélagi við aðra í mataræði einhvern veginn… og ákveða hvað ég ætla EKKI að borða… og skrifa dagbókin góðu. Jamm fer á morgun og næ mér í bók – ég gleymdi henni í vinnunni – get þá lokið ýmsu sem ég á eftir þar – svo nýr kennari komi að öllu tómu og þá get ég líka synt í þeirri yndislegu laug sem er á Borg.