Sumarfílingur

Það er svo margt að stússast hjá Ingu þessa dagana…

Í dag er síðasti dagurinn hjá Palla á meistarmótinu hjá Gos. Hann er þvílík hetja að komast í gegnum þetta! Skítt með árangurinn.

Af því tilefni lá ég lengi í rúminu og lét fara virkilega vel um mig. Bjartur kunni því hinsvegar illa og vildi meina að það væri komið að hreyfingu fyrir sig og þegar hann er sannfærður er bara best að játa sig sigraða strax og fara 🙂 – Gekk með þá í Grafningnum í um hálftíma – tók eina brekkur svona upp á cooolið :).

Þegar heim var komið skræktu litlu aðverðarauðu jarðarberin mín á mig og höfðu uppi sömu tilburði og Bjartur – og vildu endilega fara í moldina og hætta að hanga í pottinum… Ég lét þetta eftir þeim – það hefur svo sem ekkert væst um þau. Ég stakk meira að segja upp úr beðinu meðfram húsinu og allt… jamm eitt og annað sem maður er fær um – og ekki tók þetta nú langan tíma í sjálfu sér…

Verst að tönnin undir 30 ára krónunni er að gera mig geðveika – helvítis bólgar þar á ferð sem ég get væntanlega ekki litið fram hjá…. sigh. Verður virkilega gaman að því þegar Halldór spólar þá krónu af…

Besta að stiga höfðinu svolítið í sandinn áfram…

Nú jæja – er það þá ekki bara lestur og shake – best að missa ekki þyngdina alveg úr böndunum – þetta sumar verður líklega damage control… gengur hægt og illa að beina Ingveldi inn á þráðbeina veginn… Hef þó ekki gefist upp – öðru nær.

Færðu inn athugasemd