God ég er svo busy kona að það er rosalegt – og lifi bara skemmtilegu lífi þrátt fyrir algjört peningaleysi og engar útilegur! Og þá litla peninga sem ég á virðist ég ætla að eyða í Tupperware þetta sumar 🙂 – Bara gaman að því! Endist 40 ár eða svo – þannig að lítum á þetta sem fjárfestingu – betra en Decode amk.
Nú jæja – var útí búð áðan og ók á eftir Ellilífeyrisþega á sínum Toyota Rav – hann ók á 15 km hraða – (hraði sem Subarúinn minn ræður mjög illa við…) og því fór ekkert sérstaklega vel um okkur á eftir honum, nú jæja. Af Fossheiðinni ákvað sá gamli að beygja inn Nauthagann – gaf stefnuljós og beygði – þvert í veg fyrir annan bíl sem ók klárlega á 50 km hraða eða svo… Nú þetta fór bara vel hjá honum – enda hélt hann jöfnum 15 km hraða í þessari svíningu sinni þannig að þetta var alveg beygja á tveimur hjólum sko… Nú jæja eftir þessa svaðilför yfir akreinina og inn á Nauhagann ákvað sá gamli að minnka hraðann og fara alveg niður í 10… Þá lá nú við að ég færi út og ýtti Súbbanum mínum sem ræður enn verr við 10 km hraða en 15… Og ég hugsaði mér þar sem við lölluðum þetta, mikið er þetta yndislegt líf! Ég hlakka til þess að öðlast þessa sálarró og sjálfstæði, vellíðun og sýn á veröldina að geta bara gert nákvæmlega það sem ég vil, og komist upp með það! Ekki slæmt.. Og RAVinn er bara flottur 🙂
Annars átti ég tvö svakalega flott högg í golfi í gær – á annarri braut á Kiðjabergi – sló með 3 tré 150 metra þráðbeint högg inn á miðja braut, þaðan 120 metra högg með fjarka – god þetta var alveg frábært – því miður gat ég ekki klárað því það var svo mikil traffík en þetta var awsome… Ætla sko að muna þetta lengi.
Á miðvikudaginn fór ég 9 holur hér á Svarfhóli – er sko orðin golfklúbbsmeðlimur… Jei… og ég er ógó stolt af mér að hafa getað þetta! í 23 stiga hita með ekkert vatn enda fóru 4000 hitaeiningar! Bara gaman – hlakka til að fara annan hring – á mánudaginn fer ég svo á Kiðjabergið með Blaki á Borg stelpunum :). Gaman að því.
Og ég eldaði í kvöld en fór ekki í einhverja óhollustu – annars gengur allt á afturfótunum í mataræðinu – en amk veit ég hvað er að, það er sko ég sjálf – surprise, híhí.