Úr vörn í sókn

…eða eiginlega bara miðjumoði! Sumarið hefur verið fljótt að líða – mikið lifandis skelfing geta þessar vikur liðið hratt og ekki nær maður að klára eða gera nærri allt sem maður hafði í huga. Mig langaði til dæmis að vera duglegri við flest:

Allsherjar tiltekt innan dyra
Hreinsa beð og vinna aðeins í garðinum bakatil
Mála pallana
Ganga á 1 fjall á viku (lítið fjall mjög lítið)
Fara 3 -5 sinnum í golf á viku
Fara reglulega í sund
Þyngjast ekki – og helst léttast örlítið.

Í skemmstu máli má segja að ekkert af þessu hefur gengið eftir – en þó hef ég náð að fara í golf og fara upp á 2 fjöll þetta sumarið og stefni á Ingólfsfjall og Esjuna nú um og eftir miðjan ágúst, en hefði þá náttúrulega átt að vera búin að æfa mikið.

Í golf hef ég farið nokkuð reglulega og eins oft og ég hef komist, hef verið alveg daginn að jafna mig eftir 9 holurnar sem ég hef farið líklega fimm sinnum í júlí.
Sundið hef ég alveg svikið mig um – skil ekki afhverju ég nenni ekki í sund hér á Selfossi… Vil bara Borg og ekkert annað – fór svaka mikið í sund í júní samt – minna í júlí.

Eg hef líklega þyngst um 1 kg í sumar – og nú verður að passa sig í ágúst – það þarf að snúa við hjólinu og markmiðin eru klár. Ég fer í 2 vikna ferðalag eða svo á vagninum og þá er mikilvægt að hafa hollt og gott að borða enda ætti það nú ekki að vera erfitt með alla grænmetisuppskeru landsins á borðum.

Húsið hefur verið verra en það er langt frá því að vera nógu gott enda ákvað ég að láta útivistina og sumargleðina ráða – og láta heimilisverkin bíða haustsins.

Ég er afleit í skrokknum en viriðist hafa nokkuð góð tæki í höndunum til að vinna með það. Flogaveikislyfin – sem eru í raun vöðvaslakandi lyf gera kraftaverk á næturnar – verst hvað ég verð morgunsvæf af þeim – en allt í lagi – maður hýtur að getaa snúið því við. Verkjalyf þurfa að koma inn á löngum göngum, og ég verð að passa mig á því hvað ég borða – sykur virðist til dæmis fara mjög illa í mig hvort heldur í höfuð eða liðina.

Markmiðin hafa því líklega verið helst til metnaðarfull – flest þeirra hafa þó komið eitthvað við sögu :).

En nú er að huga að markmiðum ágústs mánaðar:

Borða skynsamlega á ferðalaginu og ganga nokkuð. Golf.
Undirbúa Þingvallaferðalag með skólanum.
Byrja að lesa í náminu – prenta út og setja í skipulag.
Og vinna að ýmsum ömmustörfum – það styttist óðum  ef Guð lofar.

Hvunndagur á sumri (nokkrir)

Ég sigli inn í strembinn tíma núna – virðist vera búin að brjóta niður alla veggi og merki sem eiga að vísa mér veginn – borða of mikið og allt af vitlausri gerð. Þetta gerðist líka í fyrra – en nú gríp ég inn í – fyrr og alkunnu öryggi 🙂 Eina sem er að – er ,,frasinn á morgun…“

Ég er alveg búin að vera afleit – fór í golf í fyrradag og boy oh boy sit ég í súpunni af því volkinu. En ég er á réttri leið. Vinn mig niður úr þessari verkjasúpu…

Ég fór í sund í gær eftir RVK ferð þar sem við hjónin keyptum okkur helst skó… og smá útilegudót því við ætlum nú að taka nokkrar daga í útilegu eftir helgina. En þessi verslunarmannahelgi er með því undarlegra sem gerst hefur í þeim flokknum. Viðbjóðsleg rigningartíð, sund á föstudagskvöldi, hekl á laugardegi – jamm bara náðugt.

En ég verð að einbeita mér að mataræðinu og ábyrgjast það alveg sjálf þó spillingin sé hér um allt hús – borin inn af öðrum sem eru ekki alveg á sömu leið.

Þjálfa sjálfsstjórn segir Baldur – en ég veit ekki hvað ég get haldið áfram að stóla á eitthvað sem ég hef ekki – ég verð bara að taka málin í mínar hendur.  Segja mig úr samfélagi við aðra í mataræði einhvern veginn… og ákveða hvað ég ætla EKKI að borða… og skrifa dagbókin góðu. Jamm fer á morgun og næ mér í bók – ég gleymdi henni í vinnunni – get þá lokið ýmsu sem ég á eftir þar – svo nýr kennari komi að öllu tómu  og þá get ég líka synt í þeirri yndislegu laug sem er á Borg.

Vefjagigt – er hægt að neita tilvist hennar lengur?

Einkenni

Einkenni vefjagigtar eru fjölmörg, en aukið verkjanæmi, svefntruflanir og þreyta eru þau algengustu. Einstaklingsbundið er hversu mörg og hvaða einkenni hver hefur. Hér fyrir neðan er listi yfir einkenni sem geta fylgt vefjagigt. Þessi einkenni geta verið fylgikvilli annarra sjúkdóma því er mikilvægt að leita til læknis til að fá úr því skorið hvort að um vefjagigt sé að ræða. 


Ég merkti við að gamni það sem passar við mig undanfarna 12 mánuði eða svo


• Verkir í vöðvum, vöðvafestum – sérstaklega festum
• Verkir í öllum líkamanum – þetta er að gera vart við sig af auknum karfti nú í sumar
• Óeðlileg þreyta 
• Svefntruflanir, vakna þreytt/ur 
• Stirðleiki – svakalegur
• Liðverkir – eiginlega undirlögð – veigra mér við flest orðið
• Iðraólga (órólegur ristill, ristilkrampar)  – já já – kannast aðeins við það!
• Viðkvæmni fyrir kulda – veigra mér meira að segja við að setja hundana út því ég kólna svo og finn þá svo til.
• Pirringur í fótum  – 

• Dauðir fingur (Reunaud´s phenomenon) 
• Þvagblöðrueinkenni 
• Kraftleysi, úthaldsleysi 
• Höfuðverkur 
• Dofi/þyngsli í útlimum 
• Þroti í höndum og/eða í fótum 
• Depurð 
Óeðlilegur kvíði 
• Skortur á einbeitingu 
• Minnisleysi 
• Orðarugl, erfiðleikar með að finna rétt orð 
• Augnþurrkur, munnþurrkur 
• Ósjálfráðar hreyfingar, skjálfti í höndum, vöðvakippir 
• Hraður hvíldarpúls, stundum töluvert yfir 100 sl/mín – maður er nú í ofurþjálfun svo…
• Hjartsláttarköst 
• Kaldur sviti, svitakóf


Allt það sem ég merki hér við er viðvarandi og nánast daglegt brauð.
Ég tek orðið eftir því þegar ég á góða daga. Ég veit ekki hvort það er gangan sem fer svona ferlega með mig – en ég er bókstaflega undirlögð og vorkenni mér allar athafnir daglegs lífs….


Fékk flogaveikislyf til að sofa betur og það svín virkar og líðanin batnaði við það – þannig að ég get farið í golf og svona en ég er alveg að drepast á eftir í skrokknum og er ekki búin að súpa seyðið af golferð MIÐVIKUDAGSINS. – sem var samt bara lull…


Svoldið svekkt yfir þessari ááran…

Mjólkuróþol

Það tilkynnist hér með –  mér til minnis og áminningar að mjólkuróþolið er komið á ný – það að fá sér hrísgrjónagraut er ekki góð hugmynd! Hefur afar sársaukafullar afleiðingar í för með sér. Bilunin er að ég borðaði eitthvað í gær líka sem olli því að mér varð svo illt í maganum og laugardagurinn var nánast alveg ónýtur – en að ég muni þetta stundinni lengur – það er af og frá.

Golf að lokinni tannpínu

Ég var heldur óþreyjufull með þennan tannverk minn – sem var vel að merkja óbærielga vondur! Andlitið á mér varð tvöfalt og verkirnir voru þannig að ég var hætt að vita hvort ég stóð eða lá – og Páll þurfti orðið að sjá um lyfjagjafirnar – en nú er þetta allt á rétri leið. Ég hef ekki áhuga á að upplifa svona nokkuð aftur samt – omg – og ég er ekki að grínast sko… þetta var frá Helvíti!

Ég fór í golf í morgun – 9 holur (það er sko bara orðið klassík – fór líka á mánudaginn áður en ég missti vitið) og svo fór ég aftur í kvöld 6 holur. Spilamennskan var ekki nógu góð í kvöld en batnaði er leið á – það þarf að komast í gegnum slæmu kaflana líka og læra af þeim – ekki má bara gefast upp!.

Ég er bara mjög stolt af göngufærni minni – ég hefði líklega getað klárað seinni 9 – var svona heldur kalt bara.

En ekki er nú konan farin í útilegu – onei – en úr því rætist í næstu viku og svo munum við leggjast í víking í ágúst – alveg klárt!

Og svo er meira golf í fyrramálið – við skulum sjá hvað lappirnar duga!

Hef þyngst um kíló í sumar – enough of that!
Aldrei of seint að snúa því við!

Dugleg að elda og ekki borða með Páli…

Er hægt að drepast úr tannpínu?

Pétur læknir segir nei – ég er ekki eins viss! Og hvernig datt mér í hug að neita sterkustu verkjalyfjunum í morgun – já já það hefur vísast verið vegna þess að ég hélt ég væri að lagast nei nei – er þá ekki mín orðin tvöföld öðru megin og verkurinn sem aldrei fyrr. Þetta er svo vont að ég get ekki einu sinni vorkennt mér – heldur ligg hér í algjörri uppgjöf. Oh my god segi ég nú bara einu sinni enn. Golfferð morgunsins virðist síst hafa verið til þess að bæta ástandið – heldur hitt. Vissi ekki að golf væri hvetjandi fyrir tannpínur…

Og hvað er einhver krónujaxl að rífa kjaft! argh

Tannpína dauðans

Dísuss – ég hélt ég væri vaxin upp úr þessu – en nei – er þá ekki einhver jaxl sem á heima undir krónu að emja og skrækja og bólgna út! Og guð minn góður – þetta er sturlunarástand.

Ekki stolt af þessu en get ekki orða bundist!

HJÁLP


Spurning um að skjóta sig í hausinn…

Sumarfílingur

Það er svo margt að stússast hjá Ingu þessa dagana…

Í dag er síðasti dagurinn hjá Palla á meistarmótinu hjá Gos. Hann er þvílík hetja að komast í gegnum þetta! Skítt með árangurinn.

Af því tilefni lá ég lengi í rúminu og lét fara virkilega vel um mig. Bjartur kunni því hinsvegar illa og vildi meina að það væri komið að hreyfingu fyrir sig og þegar hann er sannfærður er bara best að játa sig sigraða strax og fara 🙂 – Gekk með þá í Grafningnum í um hálftíma – tók eina brekkur svona upp á cooolið :).

Þegar heim var komið skræktu litlu aðverðarauðu jarðarberin mín á mig og höfðu uppi sömu tilburði og Bjartur – og vildu endilega fara í moldina og hætta að hanga í pottinum… Ég lét þetta eftir þeim – það hefur svo sem ekkert væst um þau. Ég stakk meira að segja upp úr beðinu meðfram húsinu og allt… jamm eitt og annað sem maður er fær um – og ekki tók þetta nú langan tíma í sjálfu sér…

Verst að tönnin undir 30 ára krónunni er að gera mig geðveika – helvítis bólgar þar á ferð sem ég get væntanlega ekki litið fram hjá…. sigh. Verður virkilega gaman að því þegar Halldór spólar þá krónu af…

Besta að stiga höfðinu svolítið í sandinn áfram…

Nú jæja – er það þá ekki bara lestur og shake – best að missa ekki þyngdina alveg úr böndunum – þetta sumar verður líklega damage control… gengur hægt og illa að beina Ingveldi inn á þráðbeina veginn… Hef þó ekki gefist upp – öðru nær.

Sumarannir í x veldi

God ég er svo busy kona að það er rosalegt – og lifi bara skemmtilegu lífi þrátt fyrir algjört peningaleysi og engar útilegur! Og þá litla peninga sem ég á virðist ég ætla að eyða í Tupperware þetta sumar 🙂 – Bara gaman að því! Endist 40 ár eða svo – þannig að lítum á þetta sem fjárfestingu – betra en Decode amk.

Nú jæja – var útí búð áðan og ók á eftir Ellilífeyrisþega á sínum Toyota Rav – hann ók á 15 km hraða – (hraði sem Subarúinn minn ræður mjög illa við…) og því fór ekkert sérstaklega vel um okkur á eftir honum, nú jæja. Af Fossheiðinni ákvað sá gamli að beygja inn Nauthagann – gaf stefnuljós og beygði – þvert í veg fyrir annan bíl sem ók klárlega á 50 km hraða eða svo… Nú þetta fór bara vel hjá honum – enda hélt hann jöfnum 15 km hraða í þessari svíningu sinni þannig að þetta var alveg beygja á tveimur hjólum sko… Nú jæja eftir þessa svaðilför yfir akreinina og inn á Nauhagann ákvað sá gamli að minnka hraðann og fara alveg niður í 10… Þá lá nú við að ég færi út og ýtti Súbbanum mínum sem ræður enn verr við 10 km hraða en 15… Og ég hugsaði mér þar sem við lölluðum þetta, mikið er þetta yndislegt líf! Ég hlakka til þess að öðlast þessa sálarró og sjálfstæði, vellíðun og sýn á veröldina að geta bara gert nákvæmlega það sem ég vil, og komist upp með það! Ekki slæmt.. Og RAVinn er bara flottur 🙂

Annars átti ég tvö svakalega flott högg í golfi í gær – á annarri braut á Kiðjabergi – sló með 3 tré 150 metra þráðbeint högg inn á miðja braut, þaðan 120 metra högg með fjarka – god þetta var alveg frábært – því miður gat ég ekki klárað því það var svo mikil traffík en þetta var awsome… Ætla sko að muna þetta lengi.

Á miðvikudaginn  fór ég 9 holur hér á Svarfhóli – er sko orðin golfklúbbsmeðlimur… Jei… og ég er ógó stolt af mér að hafa getað þetta! í 23 stiga hita með ekkert vatn enda fóru 4000 hitaeiningar! Bara gaman – hlakka til að fara annan hring – á mánudaginn fer ég svo á Kiðjabergið með Blaki á Borg stelpunum :). Gaman að því.

Og ég eldaði í kvöld en fór ekki í einhverja óhollustu – annars gengur allt á afturfótunum í mataræðinu – en amk veit ég hvað er að, það er sko ég sjálf – surprise, híhí.