Sumarfrí sem aldrei fyrr

Þetta er nú meira fína sumarfríið – mig langar ekkert í útilegu – bara vera heima, taka til (sem ég geri nú eiginlega ekkert af), fara í golf – fullnægi líklega útivistarþörfinni þar, hjóla og synda. Ekki slæmt.

Ég fór í fyrsta sinn í mörg mörg ár – líklega svona 10 á alvöru golfvöll, og Palli segir að ég hafi fengið 10 punkta á 6 holum sem við spiluðum saman hér á Selfossi – margt gott en annað alveg afleitt. En ég sem dagt komst sex holur og líklega kæmist ég nú 9 án teljandi vandræða – mér var bara orðið svo kalt og langt liðið á kvöldið svo við létum staðar númið þar!

Ég fór og hjólaði í gær og náði að brenna 1600 á þeim túr – stoppaði aldrei. Í kvöld hins vegar náði ég rúmlega 3000 kal brennslu í golfinu – þetta er hið mesta púl fyrir mig og nokkurn veginn brennslupúls sem hafðist út úr því… Þannig að ef ég endist í golfinu þá er þetta svakalega góð hreyfing – og brennsla því púlsinn er ekki það hár.

Mataræðið er búið að vera gott í dag og í gær. I can do it

verkirnir eru ekki djöfullegir – aum í hnjám og með gigt í fingrum eftir golfið – en það er ekkert sem er að fara með mig 🙂

Bestu kveðjur over and out!

Færðu inn athugasemd