Riddarasláttur

En brynjan er úr brauði… úff.

Jæja góðu fréttirnar eru þær að ég hreyfi mig vel og lengi og hef alla burði til þess. Slæmu fréttirnar eru þær að mataræðið er í hers höndum. Ég er hins vegar á leið í að taka hér massafínt til – koma skikki á skipulagið og þá kemur mataræðið sterkt inn.

Ég er líka búin að útbúa matardagbók og hefjast nú skrifin um leið og tiltekt lýkur. – En við skulum ekki gleyma því sem gengur vel – sem sagt – hreyfing!

Færðu inn athugasemd