Á pari

…það verður bráðum – amk ef ég verð svona dugleg að æfa golfið ;-). Ef ég held rétt um kylfuskrattann og er ekki að breyta gripinu sí og æ þá verður þetta nú bara í lagi.

Ég er mjög dugleg að hreyfa mig – golf og svo syndi ég 400 metra á eftir á Borg – spilaði heilmikið um helgina og synti – og er ekki alveg ómöguleg í skrokknum en finn að það er heldur að þyngjast róðurinn þar.

Hvíli á morgun tek svo góðan skurk á fimmtudaginn ;-).

En mataræðið er ekki nógu gott – hreint ekki. Er þó farin að tína (vonandi týna líka) af mér námsmatskílóin – meiri fjandinn.

Færðu inn athugasemd