Nú lýkur fyrri hálftíma dagsins í tölvunni 🙂
Ég rís upp og tek til hendinni
Og ég hef ekki verið vakandi nema í 90 mínútur og strax komin svona vel á veg!
Þetta lítur bara vel út!
Markmiðssetning rokkar
Klukkan er 15:30
Það tilkynnist hér með að ég hef verið þvílíkt dugleg – það er eiginlega undursamlegt hve mikið er hægt að gera á þremur tímum. Fyrsta er nú að maður getur náð úr sér stirðleikanum en hann er alveg að drepa mig og því verri er ég sem ég geri minna 🙂 en stundum þarf nú að hvíla sig líka og vera í leti – ógó góð í því!
En sem sagt – nú er næsta mál á dagskrá – borða og svo útivist. Er það ekki bara sund og golf í dag – heldðabara!
Klukkan er 20:00
Búin að fara í golf og synda – hreyfing upp á 80 mín eða svo. Gekk vel í golfinu og í sundinu ef út í það er farið 😉
Borðaði ágætan kvöldmat….
en hangi í tölvunni – en er að fara að prjóna svo þetta er í lagi 😉