Sumarfrí og störfin bíða

Mikið er gaman að vera komin með sumarhefðir  – og ekki er síðra að upplifa sig gjörsamlega í fríi þó eitthvað vanti upp á að verkefnalistinn sé að fullu tæmdur í skólanum – það er allt í lagi því mér leiðist ekkert í Grímsnesinu 🙂

Staðan er ekki alveg miðað við vikurnar sem ég er búin að vera að keppast við að léttast – léttist svaka flott til að byrja með en hef nú bætt því öllu á mig aftur á hálfum mánuði eða svo! Það eru einkum þrjár ástæður fyrir því – eiginlega bara tvær og þær eru hinar klassísku:

Vinnualkinn vaknaði og hollustun sofnaði, námsmat er eitur (eins og próf)
Blakið hætti og þar með minnkaði hreyfingin svakalega auk þess að ég fékk
Kvef – og ég var svo hrædd um að vera svakalega kvefuð að ég hélt mig til hlés 😉

En nú hefur konan að mestu verið til friðs – en gerir sér um leið grein fyrir því að sumarið er ekki sérlega góður tími til þess að léttast – en hreyfingin hjálpar og meðvitundarstigið er nokkurt – minnug þess hvernig fór í fyrra sumar. Þetta er ekki flókið – þetta felst í skipulagi og ákvörðunum.

Það þarf að versla – það þarf að vera til léttmeti og svo þarf að drekka vatn! Easy peasy 🙂

Ég er búin að fara einu sinni í golf.
Ég er búin að fara 2 ferðir á Kolgrafarhól þar af eina í morgun en þá fór ég tvisvar upp – næst fer ég þrisvar.

Ég er búin að fara í einn hjólatúr um Selfoss og annan upp að gryfjunum við Kerhól… og svo hjóla ég smá í búðir og den slags. Þetta

Á morgun byrja ég að bera út moggann eftir stopp í því þar sem ég var að drepast í löppum og mjöðmum og algjörleg ófær um gang.

Svo þetta er allt að koma – nú er bara að búa til hreyfiáætlunina og skipuleggja líf sitt – því þar liggur galdurinn. Grunurinn þarf að vera solid og svo geta tilviljandir bæst þar við – varðandi hreyfingu þeas 🙂

Færðu inn athugasemd