Month: júní 2011
Þetta er nú meira fína sumarfríið – mig langar ekkert í útilegu – bara vera heima, taka til (sem ég geri nú eiginlega ekkert af), fara í golf – fullnægi líklega útivistarþörfinni þar, hjóla og synda. Ekki slæmt.
Ég fór í fyrsta sinn í mörg mörg ár – líklega svona 10 á alvöru golfvöll, og Palli segir að ég hafi fengið 10 punkta á 6 holum sem við spiluðum saman hér á Selfossi – margt gott en annað alveg afleitt. En ég sem dagt komst sex holur og líklega kæmist ég nú 9 án teljandi vandræða – mér var bara orðið svo kalt og langt liðið á kvöldið svo við létum staðar númið þar!
Ég fór og hjólaði í gær og náði að brenna 1600 á þeim túr – stoppaði aldrei. Í kvöld hins vegar náði ég rúmlega 3000 kal brennslu í golfinu – þetta er hið mesta púl fyrir mig og nokkurn veginn brennslupúls sem hafðist út úr því… Þannig að ef ég endist í golfinu þá er þetta svakalega góð hreyfing – og brennsla því púlsinn er ekki það hár.
Mataræðið er búið að vera gott í dag og í gær. I can do it
verkirnir eru ekki djöfullegir – aum í hnjám og með gigt í fingrum eftir golfið – en það er ekkert sem er að fara með mig 🙂
Bestu kveðjur over and out!
En brynjan er úr brauði… úff.
Jæja góðu fréttirnar eru þær að ég hreyfi mig vel og lengi og hef alla burði til þess. Slæmu fréttirnar eru þær að mataræðið er í hers höndum. Ég er hins vegar á leið í að taka hér massafínt til – koma skikki á skipulagið og þá kemur mataræðið sterkt inn.
Ég er líka búin að útbúa matardagbók og hefjast nú skrifin um leið og tiltekt lýkur. – En við skulum ekki gleyma því sem gengur vel – sem sagt – hreyfing!
Var dugleg í dag – vann heimilisstörf, tók á móti góðum gesti og gekk frá þessum líka hellingi af þvotti… er með fínan verkefnalista sem ég er að hefja niðurrif á :). Á morgun er það hins vegar hreyfing og fundir. Ekki margt að þessu sumri 🙂
Lifum og njótum!
…það verður bráðum – amk ef ég verð svona dugleg að æfa golfið ;-). Ef ég held rétt um kylfuskrattann og er ekki að breyta gripinu sí og æ þá verður þetta nú bara í lagi.
Ég er mjög dugleg að hreyfa mig – golf og svo syndi ég 400 metra á eftir á Borg – spilaði heilmikið um helgina og synti – og er ekki alveg ómöguleg í skrokknum en finn að það er heldur að þyngjast róðurinn þar.
Hvíli á morgun tek svo góðan skurk á fimmtudaginn ;-).
En mataræðið er ekki nógu gott – hreint ekki. Er þó farin að tína (vonandi týna líka) af mér námsmatskílóin – meiri fjandinn.
Vá hvað er búið að vera ótrúlega gaman í dag
Golf, heimsóknir og sund. Polli tekinn upp (Polar púlsmælirinn minn ef einhver er búin að gleyma honum :-)) og sýndi bara fínar tölur.
Ég fór hins vegar í bakaríiið í upphafi dags og fékk mér þar eitt og annað brauðkyns sem ég hef etið í dag – berlínarbollan var stærist glæðurinn annað var bara brauð… en mikið af hitaeiningum í því og gott ef karamellur og ein lakkrísrúlla rataði ekki upp í mig líka… svoldið spes verð ég að segja.
Það þarf sem sagt að vinna aaaaaaaaaaaaðeins betur í mataræðinu 🙂
Það er þá bara að gera það – en I tell you – ég er sko í framför í golfinu maður – væri hreinlega bara góð ef ég þyrfti ekki að slá í átt að og sem næst holu….
Nú lýkur fyrri hálftíma dagsins í tölvunni 🙂
Ég rís upp og tek til hendinni
Og ég hef ekki verið vakandi nema í 90 mínútur og strax komin svona vel á veg!
Þetta lítur bara vel út!
Markmiðssetning rokkar
Klukkan er 15:30
Það tilkynnist hér með að ég hef verið þvílíkt dugleg – það er eiginlega undursamlegt hve mikið er hægt að gera á þremur tímum. Fyrsta er nú að maður getur náð úr sér stirðleikanum en hann er alveg að drepa mig og því verri er ég sem ég geri minna 🙂 en stundum þarf nú að hvíla sig líka og vera í leti – ógó góð í því!
En sem sagt – nú er næsta mál á dagskrá – borða og svo útivist. Er það ekki bara sund og golf í dag – heldðabara!
Klukkan er 20:00
Búin að fara í golf og synda – hreyfing upp á 80 mín eða svo. Gekk vel í golfinu og í sundinu ef út í það er farið 😉
Borðaði ágætan kvöldmat….
en hangi í tölvunni – en er að fara að prjóna svo þetta er í lagi 😉
Minnka tölvuhangs
Taka til í ,,herberginu“
Taka á mataræði með því að skrifa matardagbók
Skipuleggja hreyfingu – er til staðar en nokkuð tilviljanakennd
Já þetta er svona bara ágætist ,,byrjun“
Jæja nú er lífið að komast í sinn vanagang. Ég fór með moggann í morgun, var um 30 mínútur að því og svo synti ég eftir að hafa unnið í fimm sex tíma – og ég á nokkuð eftir enn – þarf að sparka í rassinn á mér og klára þetta – á samt svoldið eftir. En leiðist svosem ekki – bara svoldið mikið vesen að flytja úr skólanum 🙂
Ég er hins vegar ekki sem best í fótunum – veit ekki hvort ég fer með blöðin í fyrramálið – er að sálast í hnjánum – og ekki gengur nú að léttast – ónei… en það hlýtur að koma að því. Ég held það sé komið að matardagbók…
Jamm geri hana á morgun!