Því draumar rætast

Það borgar sig að herja á markmiðin, gleyma þeim ekki – halda sér við efnið. Nú er nýjabrumið farið af góðærinu -fyrst maður hefur staðið sig svona vel þá er nú vísast í lagi að fá sér þetta og fá sér hitt. En nei það er ekki í lagi nema þá sem algjört spari og í litlu magni.


Ég hef staðist allar freistingar liðinnar viku nema hvað ég hef verið að drekka kók með sykri því það róar svo magann minn en ég hef verið alveg sérlega slæm í honum frá því á Öldung… ástæðan er hófleg drykkja lokakvöldsins en ástæðan fyrir því að ég drekk ekki er nákvæmlega að finna í þessu – ég er hreint út sagt algjörlega ófær um það – mér verður svo illt í maganum. En það var þess virði – ég kann voða vel að vera illt í maga. Þekki orðið mína verki þar vel og viðbúin flestu.


Ég fór í bakaríið í morgun og gekk þaðan út með tvær grófar bollur. Það var sigur.


Ég fékk mér nýpressaðan ávaxtasafa í morgun mat eins og ég hef gert alla síðustu viku – það er sigur.
(aðalmálið er að þrífa safapressuna en Páll minn hefur gert það af tærri snilld fyrir mig).


Ég hef drukkið 2 vatnsglös í morgun og það er sigur.


Ég tók til í húsinu mínu í morgun – það er sigur.


Ég hengdi út þvott í kuldanum – það er sigur.


Ég borðaði hollan og hóflegan morgunmat – það er sigur.


Og klukkan er ekki orðin 12 – og nú þegar er þetta orðinn svona góður dagur.


Sumir sigrar eru ekki endilega stórir – en mikilvægir. Samanlagt skapa þeir gott og gjöfullt líf.


Allt þetta stuðlar líka að léttari Ingveldi – bæði á sál og líkama.


Ég ber ábyrgð á mínu mataræði og innkaupum – ekki neinn annar enginn lætur mig borða eitthvað – það er bara ég. Um leið og ég sætti mig við þetta – hætti að kenna aumingja Palla um misjafnlega gáfuleg innkaup, fór líf mitt að snúast í jákvæðari átt.


Ég hef lést um 6 kíló síðan viku af febrúar – það er sigur.

1 athugasemd á “Því draumar rætast

Færðu inn athugasemd