Vika rúm að baki og þá byrjar hungrið

Jæja nú á ég bara 51 viku eftir til þess að ná markmiði mínu – þeas að léttast – og léttast er on the side of að hitta á það í lífsstílnum sínum! Hvort sem það verða 12 eða 20 kíló þá skiptir það ekki öllu máli, því ég hef gert það sem mér ber. Standa vörð um líkama minn og sál.

Ég hef lést um 600 grömm á viku – og það er vel ásættanlegt. Ég ætla hins vegar ekki að vera tilgreina tölur hér mikið – heldur miklu frekar að horfa á það sem skiptir mál – nefniilega að breyta rétt.

Nú er hins vegar að renna upp svolítið erfiður tími – alltaf þegar ég er búin að standa mig þrusu vel og dúndra púkanum af öxlinni og niður á gólf – ítrekað, þá koma nokkrir dagar þar sem ég er alltaf svöng. Get bara etið endalaust og verð náttúrulega þá að éta helst ,,eitthvað gott“ sem er algjörlega fatalt hugsun. Alltaf þegar ég hugsa að ég verði að fá mér eitthvað gott þá þarf að lýsa upp heilu sólkerfin af viðvörunarljósum.

Ég er sem sagt stödd á hungurtímabilinu mínu. Ég fór því nokkuð snemma heim og eldaði matarmikla grænmetissúpu – og fékk mér vel af henni.

Svo ætla ég að fara snemma að sofa ég er svo þreytt eitthvað ;-). Bráðum verða komnar tvær vikur oh yeah. Mér gengur barasta vel – því ég ætla og draumar rætast!

Færðu inn athugasemd