Nú hefur gríðarlegt markmið verið sett. Það þarf mikla elju til þess að ná því og trú á að maður geti einmitt gert það – náð því! Ég léttist um hálft kíló í apríl og það þarf því að bæta við. Það hins vegar er e.t.v. í lagi að þarna inni í voru heilir páskar og eitt öldungamót með allri þeirri óreglu sem því fylgdi. Ég þarf því að missa 1,5 kg meira núna næstu 3 vikurnar. Það þarf að vera svakaleg skráning á þessu annars missi ég sýn á markmiðið – auðvitað gengur ekki að verða heltekinn af þessu verkefni. Enda er ég það ekki – en litla skráningarkonan þarf nú að hafa fast land undir fótum ;-).
En lítum á vikugömlu markmiðin og sjáum hvernig gengur:
1. Drekka mikið vatn.
Alveg í lagi – hef stórbætt mig í því2. Skrá dagbók
Gengur ekki nógu vel en tel þó stig á hverjum degi – skrifa svolítið en ekki nóg.3. Engan sykur
Gengur vel4. Engin fita
Gengur vel5. Hætta að drekka coke
Púff er ferleg í því en drekk meira vatn en áður6. Engan skyndibita
Hefur gengið fullkomlega 7. Ekki borða kvöldmatinn seint, ef ég kem heim eftir 20 á kvöldin þá fæ ég ekki að borða þungan mat heldur shake eða súpu.
Hef komið snemma heima þessa viku
Iðjuþjálfun
1. Versla inn
Hef tekið stjórn á mínum innkaupum en vantar að versla stórinnkaupin2. Skipuleggja húsverk
Vantar nú ekki skipulagið en nenni engu….3. Vera með í matargerð
Geri einmitt það4. Bæta svefninn
Fer snemma í bólið en sef illa
5. Vera virk á vinnutíma
Gengur svona bæði og – er ósköp eitthvað löt heima og í skólanum.
Það vantar svolítið upp á að ég hafi almennilega heilsu – er að drepast eftir þetta blessaða ball á öldung 😉 en sætti mig við það – því ég stefni á að létta mig og þá mun þetta að stórum hluta lagast.
Það verður ótrúlega gaman að vera undir 120 kg mikið hlakka ég til! Nú er þetta orðið opinbert og ég stefni á þetta marmið mitt ótrauð!