Jæja þá er rétt að grípa til bjarganna sem maður hefur á takteinum – amk dugir ekki að hætta núna. Nú er öldungur að baki og allt grínið sem fylgdi því – undirbúningurinn var rosalegur og í nokkuð mörg horn að líta svona í fyrsta sinn. Fyrir vikið hefur athyglin ekki alveg verið á sínum stað… athyglin á að léttast – en ég hef samt náð að standa í stað- þangað til í morgun, lifnaður helgarinnar hefur líklega ekki verið alveg eftir bókinni. En í dag er dag og dagurinn í dag er það sem skiptir máli.
Nú er það matardagbók, vatnsdrykkja og hreint og beint aðahald. Ekki skynsamlegt matarræði eða neitt slíkt hálfkák heldur einfaldlega léttingur og almenn siðbót.
Það þarf ekki að nefna það sem þarf að gera – en þó eru nokkrir þættir ofarlega á listanum gott að hnykkja á þeim:
1. Drekka mikið vatn.
2. Skrá dagbók
3. Engan sykur
4. Engin fita
5. Hætta að drekka coke
6. Engan skyndibita
7. Ekki borða kvöldmatinn seint, ef ég kem heim eftir 20 á kvöldin þá fæ ég ekki að borða þungan mat heldur shake eða súpu.
Iðjuþjálfun
1. Versla inn
2. Skipuleggja húsverk
3. Vera með í matargerð
4. Bæta svefninn
5. Vera virk á vinnutíma