Það er etv ekki mörgum sem dettur í hug að afhenda mér slíkan málshátt – nema þá kannski páskaeggi. En mér finnst þetta afbragðs málsháttur og lýsir vel hugmyndum mínum um mig sem blakara. Oh yeah – ég mun verða betri.
Þetta eru búnir að vera svakalegir átpáskar – ég er þó hálfu kíló léttari en ég var fyrir nokkru svo ég er á réttri leið – en ég held að það þurfi að hreinsa vel út strax á morgun. Ég er fegin að það er blakæfing á morgun – en það hefur verið æfingar allt páskafríið og ég hef synt nokkra daga líka – eitthvað smá. Það er bót í máli og já ég hef meira að segja skrölt með moggann – svo hreyfingin er inni þó í lágmarki sé.
Ég hef verið sérlega löt og gert lítið í öllu því sem ég ætlaði mér – enda allt ákaflega óraunsætt – en mér finnst eins og ég sé tilbúin að takast á við veröldina – ganga frá í skólanum og haska mér í námsleyfið góða. Byrja á námsmati og því öllu saman.
En fyrst ætla ég að gleðjast yfir góðum gestum, börnunum mínum og tengdadóttur. Þau eru ósköp ágæt og undarlegt að þau séu orðin svo fullorðin sem raun ber vitni.
Næsta mál á dagskrá – fyrir utan að ná markmiðum mínum þyngdarlega er að undirbúa veislustjórn sem fer fram um næstu helgi – á 600 kvenna kóramóti… omg ég er hrædd um að ég eigi að vera voða fyndin og ég er hrædd um að það séu óraunhæfar kröfur…. En þar sem ég tók þetta að mér verð ég að standa mig – og þetta er allt saman reynsla. Afskaplega mikilvægt að verða sér út um reynslu – sem minnir mig á það að ég verð að ganga frá skráningunni fyrir næsta vetur. Ji minn það er svo mikið að gera hjá mér…
Það er gott…
Við þetta bætist að ég þarf að fara að lesa eitthvað af viti – einhverja sagnfræði eða visiku aðra… Held að heilinn í mér sé að glata allri vitneskju sem ég náði mér í fyrir þrítugt svei mér þá.