…sýnist mér nú ekki nást! Ég fór á vigtina hjá Baldri og ætlaði nú ekki að trúa mínum eigin augum. Huhmmm – það þarf að minnka matarskammtana á kvöldin – það er alveg ljóst, annars er þetta að mestu í lagi hjá mér.
Ég er aftur að ná jafnvægi í skrokknum eftir alveg svakalegt verkjatímabil. Bakverkir og mjaðmir – sérstaklega sú hægri hefur gjörsamlega verið að fara með mig. Ég hef ekki sofið nema stutta stund í einu og verkjalyf hafa verið etin af miklum móð. En nú stefnir þetta allt til betri vegar, sem betur fer. Ég hef staðið mig ágætlega í hreyfingunni en er að koma seint heim þannig að líklega þarf ég að vera duglegri að hafa shake tilbúinn seinni partinn og borða þar með vinna um kvöldið. Það er algjört skilyrði til þess að léttast.
Ég er komin með mátulegt magamál og borða afar sjaldan nammi. Ég hlakka til þess að takast á við næstu skref – mér finnst ég vera reiðubúin.
Það er mikið að gera í vinnunni – árshátíð framundan, leikritaæfingar og allt hvað eina. Bara gaman. Þau eru svo frábær krakkarnir.
Blak er hins vegar ekki alveg inni hjá mér – ég er bara svoldið leið yfir því hve léleg í þessu – eiginlega bara svoldið mikið leið…
