Oft er stór kólfur í lítill klukku

Það er etv ekki mörgum sem dettur í hug að afhenda mér slíkan málshátt – nema þá kannski páskaeggi. En mér finnst þetta afbragðs málsháttur og lýsir vel hugmyndum mínum um mig sem blakara. Oh yeah – ég mun verða betri.

Þetta eru búnir að vera svakalegir átpáskar – ég er þó hálfu kíló léttari en ég var fyrir nokkru svo ég er á réttri leið – en ég held að það þurfi að hreinsa vel út strax á morgun. Ég er fegin að það er blakæfing á morgun – en það hefur verið æfingar allt páskafríið og ég hef synt nokkra daga líka – eitthvað smá. Það er bót í máli og já ég hef meira að segja skrölt með moggann – svo hreyfingin er inni þó í lágmarki sé.

Ég hef verið sérlega löt og gert lítið í öllu því sem ég ætlaði mér – enda allt ákaflega óraunsætt – en mér finnst eins og ég sé tilbúin að takast á við veröldina – ganga frá í skólanum og haska mér í námsleyfið góða. Byrja á námsmati og því öllu saman.

En fyrst ætla ég að gleðjast yfir góðum gestum, börnunum mínum og tengdadóttur. Þau eru ósköp ágæt og undarlegt að þau séu orðin svo fullorðin sem raun ber vitni.

Næsta mál á dagskrá – fyrir utan að ná markmiðum mínum þyngdarlega er að undirbúa veislustjórn sem fer fram um næstu helgi – á 600 kvenna kóramóti… omg ég er hrædd um að ég eigi að vera voða fyndin og ég er hrædd um að það séu óraunhæfar kröfur…. En þar sem ég tók þetta að mér verð ég að standa mig – og þetta er allt saman reynsla. Afskaplega mikilvægt að verða sér út um reynslu – sem minnir mig á það að ég verð að ganga frá skráningunni fyrir næsta vetur. Ji minn það er svo mikið að gera hjá mér…

Það er gott…

Við þetta bætist að ég þarf að fara að lesa eitthvað af viti – einhverja sagnfræði eða visiku aðra… Held að heilinn í mér sé að glata allri vitneskju sem ég náði mér í fyrir þrítugt svei mér þá.

Markmið og stefna

Jæja þá er konan búin að hugsa og hugsa, flækja málið undursamlega og baða sig svo upp úr hnútasúpunni :-). Það er ekkert eins notalegt og gefandi og að búa til óbærilega hátt flækjustig!

En svo er niðurstaðan oft sáraeinföld – sérstaklega ef maður hefur verið á námskeiði í því að breyta gömlum háttum í svona eins og fimm ár! Kortið gefur góða mynd af ferðalaginu sem framundan er, áttaviti hjálpar líka en maður verður að sjá um skóna og nestið alveg sjálfur. Og ákveða að leggja upp í förina.

Nú hefur verið áð um sinn, hvílt, hugsað og gps hnitin stemmuð af… Tímabært að leggja af stað á ný. Reynslunni ríkari…. og einhverjum kílóum frá því fyrir ári síðan en þá var ég 135 kg. Síðasta ár var ekki gott þyngdarlega séð en ég snéri þróuninni við og er byrjuð að léttast hægt og örugglega á ný. Tölurnar hafa verið á niðurleið allt þetta ár bara of hægt. En eftir góðan sprett í febrúar og mars kom smá stopp en nú er farið hálft kíló síðan þá og það er bara frábært því ég hef ekki verið nægilega einbeitt varðandi fæðuval en margt hefur batnað – t.d. kvöldmaturinn – en það var mesta vesenið.

Markmið í lok maí:

– 1,5 kg

Ákvarðanir og einbeitni

Nú þarf hún litla mín að taka á honum stóra sínum :-). það þarf eiginlega að taka þetta aðeins lengra þetta breytta líf. Ég átti frábæran sprett í febrúar í kílóunum – en þar strandar sem sagt flest þessa dagana. Ég hef losað mig við um 4 kg á þessu ári – mest í feb og byrjun mars. Það reyndist mér ekki neitt svaka mikið mál. Ég gerði einfaldlega allt það sem ég vissi að ég ætti að gera. Fékk mér alls kyns súpur á kvöldin, borðaði jafnt og þétt yfir daginn og átti svo ávexti til að narta í. Það þarf nú ekki að nefna það að ég hreyfði mig eins og sá íþróttaálfur sem ég er. En svo hefur komið svolítið hlé.

Og þetta hlé er svolítið merkilegt.

Það er eins og ég skilgreini það svo að eftir vinnutörn í léttingi eigi að koma hvíldartímabil með hæfilegri óreglu – þó þannig að ég þyngist ekki. Þetta er náttúrulega alveg galið. Afhverju ekki bara að halda áfram á sömu braut – braut sem var orðin nokkuð laus við hnullunga þó einn og einn smásteinn skoppaði ofan í skóinn eða steinnibba stóð upp úr henni. Gjörsamlega tútalt. Fyrir vikið hef ég ekki lést neitt í mánuð. Bíddu er það afþví ég ætla að léttast svo mikið í maí eða…

Staðan er einfaldlega sú, að ef ég ætla að ná þeirri líkamlegu færni sem mig langar til þá þurfa kg að fara nokkuð jafnt og þétt. Ég veit svo sem alveg hvað er að bera 2 kg af hveiti inn úr bílnum – og ég býð mér samt upp á að losa mig ekki við þau mánaðarlega eða svo….

Er nú ekki ráð að láta ekki undan hverri einustu hugdettu um ,,eitthvað gott“ heldur hafa það svona við og við – því það þoli ég vel. Ég þarf ekki að lifa neinu sultarlífi til þess að léttast öðru nær. En ég þarf hins vegar að borða rétt í 90% tilvika ætli ég að léttast um 2 kg á mánuði.

Ég ætla að reyna að nýta grátlega litla færni mína í blaki sem hvatningu og minninguna um göngulag mitt af myndböndum sem hafa verið tekin af mér undanfarið.

Nú stefni ég borubrött á nýjan tug. 9 kg í hann – og ég mun ná þeim í lok septembers vona ég. Sumarið er þó ætíð mjög erfitt – mikil óregla – en við skulum stefna á þetta. Reykjalundur er svo í loka okt og þá er lokauppgjör dvalar minnar þar.

Nú styttist í páskafríið

Það er eitt og annað sem sú stutta þarf að fást við í dag – hún er eiginlega mest hrædd um að gleyma því öllu saman! En todo listinn kemur sér nú vel. Ég ætla að finna til svolítið af búningum og leikmunum og vonast svo bara til að krakkarnir standi sig vel í æfingum og leiki af hartans list. Þetta er svolítið flókið stykki þannig – það þarf mikið að leika þó ekki sé endilega verið að tala.

Fókus er nokkuð sem þarf að fínstilla -ég ætti að byrja að pakka…

Vigt

Það var svo gaman að stíga á vigtina nú í morgunsárið – talan þar er 4,7 kg lægri en í byrjun febrúar! Það þýðir að ég hef misst að jafnaði 2 kg á mánuði! Og vitið þið hvað það þýðir? Það þýðir að ég er aftur komin upp á vinningsbrautina! Nú þarf bara að festa þessa tölu vel í sessi áður en ég fer á Reykjalund á föstudaginn! Vó hvað ég er glöð og það er einmitt það sem maður þarf að vera þegar vel gengur – innilega glaður – næg eru vonbrigðin í annan tíma.
Húrra fyrir mér!

Markmið mars

…sýnist mér nú ekki nást! Ég fór á vigtina hjá Baldri og ætlaði nú ekki að trúa mínum eigin augum. Huhmmm – það þarf að minnka matarskammtana á kvöldin – það er alveg ljóst, annars er þetta að mestu í lagi hjá mér.

Ég er aftur að ná jafnvægi í skrokknum eftir alveg svakalegt verkjatímabil. Bakverkir og mjaðmir – sérstaklega sú hægri hefur gjörsamlega verið að fara með mig. Ég hef ekki sofið nema stutta stund í einu og verkjalyf hafa verið etin af miklum móð. En nú stefnir þetta allt til betri vegar, sem betur fer. Ég hef staðið mig ágætlega í hreyfingunni en er að koma seint heim þannig að líklega þarf ég að vera duglegri að hafa shake tilbúinn seinni partinn og borða þar með vinna um kvöldið. Það er algjört skilyrði til þess að léttast.

Ég er komin með mátulegt magamál og borða afar sjaldan nammi. Ég hlakka til þess að takast á við næstu skref – mér finnst ég vera reiðubúin.

Það er mikið að gera í vinnunni – árshátíð framundan, leikritaæfingar og allt hvað eina. Bara gaman. Þau eru svo frábær krakkarnir.

Blak er hins vegar ekki alveg inni hjá mér – ég er bara svoldið leið yfir því hve léleg í þessu – eiginlega bara svoldið mikið leið…