Og enn og aftur er kominn sunnudagur!

Og enn leiðist mér hann ekki neitt.
Þetta var svakalega kærkomin helgi – svo ekki sé meira sagt! Ég svaf nú eiginlega bara í sólarhring. Linnulítið og býsna fast þar að auki!
Í dag var svo mokað út drasli og dóti, viðrað í éljum, sópað, skúrað og borðplötur pússaðar. Þvottur þveginn, sviðasultan loksins gerð, tekið á móti gestum og ég veit ekki hvað og hvað….
Sem sagt allt á réttri leið eftir svakalegar annir… Ég er sko svolítið að rifja upp iðjuþjálfunina… 
Gengur ekki sérlega vel að spara við mig í maty samt… meiri barningurinn… en er nú samt ekki alveg galin 😉
Er annars búin að vera að drepast í bakinu – í  fyrsta sinn í þessi 5 ár… og svo hafa fæturnir alveg verið að drepa mig… allt mogganum að þakka 🙂