Velheppnuð búðarferð

Eftir að hafa sofið í ekki nema svona 12 tíma var mín nú orðin svoldið svöng – og eftir að hafa stigið á vigtina sannfærðist ég nú um að ég hefði efni á einu og öðru. Ég lagði því línurnar og ákvað að kaupa mér allskonar en bara ekki mikið af því…

Er í búðina kom var þar girnirlegur ananans og afar falleg jarðarber, ekki svo mjög hitaeiningarík pizza, vínber og þetta lostæti fór ég með heim. Át með glöðu geði og var alsæl með árangurinn!


Nú þarf ég bara að fara að finna þessa lopapeysu og klára hana.Ég er búin með Aðalsteins en vantar rennilás í hana.

Bakið er að stríða mér og verkurinn leiðir niður í mjöðm, helvíta vont á nóttinni oft og ég sef illa út af þessu.

Nú er vika eftir að 2 kg áskorun okkar Alicar og ég þarf að léttast um hálft kíló amk í næstu viku svo ég verð að halda sjó um helgina. Næg tæfifæri verða til að borða síðar 🙂

Á morgun er annasamur dagur – ræktin því við tókum ,,bara stutt“ á föstudaginn við Alice, svo Kvenfélagsfundur og svo ætla ég að taka svolítið til út í skóla. Það verður gott.Létta á og koma með dót heim.

Annars var ég dugleg á föstudaginn, ég synti mikið því ég var aum í bakinu eftir að hafa hjólað í 20 mín og æft blak smá – þannig að ég hreyfði mig fullt. Sund fer vel í mig núna!

Færðu inn athugasemd