Púff – ok ein helgi með tveimur veislum ok ok ok – ekki sérlega líklegt til léttings…. EN boy ég er búin að borða eins og engill, jafnt og þétt, ávexti, grænmeti, hollmeti í skólanum og fitulaust og engan sykur (er gjörsamlega hætt að borða nammi td.) og svo kem ég heim og fæ súpu eða magurt kjöt enga sósu engar kartöflur ekkert óhollt – en jáháts. eða öllu heldur neiheits… Ég er algjörlega ekki að léttast þessa dagana…
Boy oh boy en mér skal takast – ég skal ekki missa móðinn – ég var komin á góða skrið (bara fyrir 3 dögum eða svo 😉 þannig að svartnættið er ekki viðvarandi). En samt – myndi gjarnan vilja lettast um hálft kg á viku alltaf jafnt og þétt og hana nú. Ég er að leggja fullt á mig – gera fullt rétt – þó ég éti eitthvað skrítið eins og einu sinni í viku… hrmpf….
Jæja skítt með það. Ég verð amk að vera orðin svaka létt 1. apríl! Þá er Reykjalundur. Það mun líka verða! Ég er á beinu brautinni skoho!
Af mínum skrokk sem ekki léttist nógur hratt er það að frétta að hroðalegir mjaðmaverkir hafa mikið lagast. Hnén halda en bakið er með uppsteit. Svolitlar bólgur þar sem minn kæri sjúkraþjálfari er að vinna í… og ég náttúrulega!
Fæturnir á mér fyrir neðan hné hafa aldrei verið betri… Engin beinhmnubólga að ráði, ristar að mestu í lagi, hælspori hvílir og tærnar eru bara bláar og marðar en ekki til neinna vandræða að öðru leyti ;-).
Þetta er því mikið langhlaup sem ég tek þátt í með mínu stuðningsliði! Það er vel mannað – það ert þú lesandi góður meðal annars!
Og ég er bara ánægð!
