Jæja nú er allt að gerast! Í kvöld þarf ég t.d. að nota sjálfsstjórn mikið. Hef hana sko í ríkum mæli. Ekki ætla ég að telja mér trú um neitt annað. Nei öðru nær ég ætla að kyrja þann söng endalaust: Ég hef sjálfstjórn og mun beita henni út í eitt í kvöld – til þess að éta nú ekki einhvern fjandann sem eyðileggur létting dagsins, því hann er sko svo sannarlega nokkur!
Undanfarið er ég búin að taka á kvöldátinu. Við erum farin að hafa léttari kvöldmat og ég einbeiti mér að því að láta það duga sem ég skammta mér í matinn. Það var heilmikil breyting við það að fara yfir í súpur og léttmeti á kvöldin. Með því og sjálfsstjórninni hefur mér tekist að léttast um 1 kg á 2 vikum.
Átakið okkar Alicar gengur því samkvæmt áætlun – við ætlum ekki að fara í gæslu í heila viku út ;). O nei. Þetta skal nást. Og mun nást.
Ég hef verið svakalega dugleg í hreyfingunni í allan vetur og það er að skila sér í betri líðan. Nú er komið að deginum þar sem ég get svarað spurningunn og er þetta ekki munur? (það að léttast og vera í hreyfingu og þetta allt). Spurninguna þá heyrði ég oft í upphafi lífsstílsbreytingunnar en sjaldan nú þegar breytingin hefur átt sér stað og fest sig í sessi. En verði hún borin upp á næstunni mun svarið vera JÚ svakalegur. Ég finn svo mikinn mun – en fyrstu 4 fimm árin fann ég engan mun, bara verki, svefnleysi og þunglyndi. Púff! En nú er mín á uppleið. Og svo sæl. Fæturnir aldrei betri – það er meira að segja auðveldara að lyfta höndunum upp fyrir höfuð – ég sver það! Ótrúlegt en satt. 4 massa æfingar á viku skila sér og svo fer mogginn að koma inn aftur.
Ekki skemmir nú þetta dásemdarblak fyrir – ótrúlega sem þetta er gaman og gefandi, félagsskapurinn og allt!
Þannig að Inga litla er alsæl með sig og sitt!
