Námsmat

Ég er ekki að grínast – ég hef náð hámarki í veseni í námsmati…hef hreinlega slegið heimsmet. ÉG átti að vera búin á föstudaginn en það var nú ekki svo… Nú þá fór ég uppeftir í morgun til að klára og var alveg viss um að ég myndi verða búin svona um fimm – en nei klukkan 22 var ég ekki enn búin. Ég sá mér þó þann kost vænstan að drífa mig heim því það var komið verulega vont veður! Og nú held ég að ég ætti að fara að sofa.  Það er búið að vera mikið að gera undanfarna viku – ég var aldrei komin heim fyrr en 21 og oft ekki fyrr en 24. Það er ljúft þetta kennaralíf :-).

Hið verra er að ég er ekki alveg nógu hress með útkomu kennslunnar hjá mér – ég þarf að bæta mig mikið sem kennara. Er hreint ekki sátt.

Færðu inn athugasemd