Þau eru nú þvílík tilþrifin hjá þeirri stuttu að hún hefur nú bara verið í lyfjarússi í á annan sólarhring, og finn hreinlega til þó ég sé ekki að gera neitt. Baldur bjargaði mér náttúrulega eins og alltaf – og meðhöndlaði þetta eitthvað smá og svoldið og það var voða gott að fá smá skýringar á því hvað væri að hrjá mig. Klárlega eitthvað úr blakinu – hið merkilega er að ég fór ekki að finna fyrir því fyrr en næstum sólarhring eftir æfingu – Palli minn segir sko að þannig sé það með alvöru íþróttamenn, þeir finni oft ekki til fyrr en daginn eftir oh yeah. En hvað ég gerði veit ég ekki – held helst að ég þurfi að hita upp mínar axlir og hendur betur – þó maður hjóli þá hitna þeir ekki endilega!
En annars er það að frétta að við erum farin að borða léttari mat á kvöldin – ég hef samt ekkert lést sem er náttúurlega afar leiðinlegt – en ég er að gera margt rétt. Það eru örugglega bara komið vel á aðra viku þar sem hlutirnir hafa gengið þokkalega. Ég veit að þegar ég hef náð jafnvægi í matarmálunum þá mun ég léttast hratt og vel – næg uppbyggingin hefur verið í vöðvum nú undanfarið í öllum æfingunum.
Ég er því bara bjartsýn og alls ekki á því að gefast upp, hreint ekkert á neinum þunglyndisbuxum.
Nú þarf ég bara að ganga frá ýmsum lausum endum sem vekja smá kvíða hjá mér. En annars er þetta nú bara á góðu róli og skemmti mér ótrúlega vel í blaki og lyftingum með Alice…
Life is good