Staðan enn svipuð

Jæja það ætlar að ganga seint að slá í gegn í mataræðinu – og þar með að léttast. Kannski það sé bara kominn tími á matardagbók? Líklega – byrjum á því á morgun – öðruvísi gengur þetta ekki. Eitt jákvætt er þó í þessu – ég er ekki að lemja á mér fyrir bresti mína á kvöldin heldur heiti mér því að gera lágmarka skaðann og gera betur á morgun. Það dugir hins vegar ekki að gera það endalaust – heldur verður að skipta um verkfæri ef morgundagurinn verður aldrei betri en gærdagurinn. Því eru það bjargirnar sem gilda – nefnilega matardagbókin.

Hreyfingin er hins vegar í fínu lagi og ég er í mikilli framför líkamlega. Ég er sterkari, verkjaminni og minni um mig. Ég lyfti af krafti og brenni 2x í viku og tek svo 2 skverlegar blakæfingar þar sem ég hita vel upp fyrir þær. Ég þarf að vísu að skella í mig tveimur treo en skítt með það! Mjaðmirnar kvarta ekki á meðan.

Ég er aðeins farin að finna til í bakinu – það gæti verið vegna óhoflegrar notkunar á Lazy boy stól þeim er ég fékk lánaðan fyrir jólin – ;-). Ætla að skoða það líka að gera meira heima hjá mér þegar ég kem heim á kvöldin og helgarnar gæti ég vissulega nýtt betur en til þess að hvíla mig voða mikið í þeim góða stól:-)

En nú er ég í Grímsnesinu góða að hita upp fyrir vinnutörn sem hefst einmitt núna klukkan 12:00 svo over and out 🙂

Færðu inn athugasemd