…úff svaka mikið af kílóum…
En hvað um það frá öðrum degi jóla hafa bæst við 3 kg en miðað við tölum í byrjun des hef ég staðið í stað – en ég veit að 3 kg talan er nær sannleikanum. Maður er útþaninn, bólginn og vatnaður í hel eftir letilíf og át. Það er engin spurning þó það hafi verið betra en oft áður – mikið um vínber og mandarínur þessi jólin og nokkur hreyfing – ekki næg og alls ekki þær göngur sem mig langaði í – en engu að síður allt á réttri leið. Maður biður ekki um meira :-).
Nú er að finna til allar græjurnar í töskuna og hypja sig af stað í blakið – nýársteiti hvað sem það nú er þegar blak er annars vegar!