Áramót 2010-2011 litið til baka

Markmið ársins 2010

Ná balance í námi, vinnu og áhugamálum.  – Smávægilegt markmið það!
Púff þetta gekk alls ekkki… bætti á mig verkefnum og kílóum og ALLT fékk svoldið vitið í lok sumars. Vann ekkert að áhugamálum.

Innkaup, tiltekt og matreiðsla

Blessuð verið þið – þetta er alveg vonlaust… Tiltektin gekk þó betur en oft áður…


Taka 10 – 20 einingar í náminu í ár og ljúka við námskráráfangann – þarf að skila einu verkefni þar.

Tók aðferðafræðina en á eftir að skila inn námskráráfanganum – verð að gera það fyrir janúarlok 2011

 Leggja grunn að mastersverkefni
Ákvað að hægja á mér í náminu og leggja áherslu á að fá námsleyfi – hef ekki heilsu í að læra, vinna og halda inni lífsstilsbreytingunni… 

Sækja um námsleyfi
oh yeah það gerði ég og FÉKK

Hreyfa mig 6 daga vikunnar og 3x langar æfingar.

Hreyfingin var alls ekki nógu góð en með haustinu lagaðist hún mikið. Ég hjólaði mikið í sumar en það dugði ekki til að halda þyngdaraukningu frá…


Ganga upp að steini í Esjunni

Fór ekki í neinar göngur – var að drepast í mjöðmum

Önnur hugsanleg fjöll:
Búrfell, Grímsnesi
Arnarfell
Ingólfsfjall amk 3 x
Vörðufell
Hestfjall – Fór eina ferði í haust með skólanum
Mosfell – fór tvær ferðir í sumar
Ganga um Þingvelli
Ganga um Reykjadal – Hengilsvæði
Ég gekk sáralítið enda var þetta ár hinna aumu mjaðma!
Hjóla að Borg hjólaði mikið í vor og sumar – þó aldrei alveg að Borg en fram og til baka frá Kerinu og svo í Þrastarlund og heim aftur – það gekk vel- Seyðishólarnir eru svakalega góð þrekæfing. Hjólaði líka mikið Votann og niður að Seljatungu.

Léttast um a.m.k. sex kíló á árinu – ef það gengur vel þá stefna að því að ná 120 kg  – þá hef ég misst 50 kíló en mikilvægt að hafa þetta raunhæft.
Úff þetta gekk svakalega illa – þyngdist alveg bunch en tókst að snúa því við undir haust – og lærði orðið sjálfstjórn sem menn vænta að skili sér vel – ef næst 🙂
Fara ekki á hausinn

Ah það tókst nú – svona næstum því 😉

Færðu inn athugasemd