Blak á milil hátíð

Jæja mitt í öllum hátíðahöldunum þá er nú nóg að gera. Hér verður haldin 50 ára brúðkaupsafmæli á morgun! Hvorki meira né minna – það eru tengdaforeldrarnir sjálfir! Hér verður hádegisverðarpartý – og svo er áframhaldandi dagskrá út daginn eins og vera ber.

Og nú í augnablikinu er ég bara of löt til að gera nokkuð af því sem ég á að gera – en það lagast nú eftir að hafa horft á Despó smávegis. Endurnærist maður ekki við það 🙂

Jæja en ég er stolt af mér að hafa farið í blak á milli hátíða! Það er þó alltaf það!

Ég þarf að æfa spretti á næsta ári – koma mér úr sporunum! Standa ekki eins og klessa og það allt saman. Auk hins gamalkunna – léttast. Það er allt eins og það á að vera barasta.

Sjálfstjórn er málið líka – má ekki gleyma því – er svoldið fljót til þess 🙂

Færðu inn athugasemd