Það er ekki rismikið líf mitt um þessar mundir – en það er ekki heldur neitt rislágt. Það eru þó greinilega einhverjar breytingar í farvatninu.
Ég hef t.d. fengið námsleyfi næsta haust – sem er algjörlega með ólíkindum, því þó mér hafi fundist ég eiga það mest í heimi skilið þá trúði ég því ekki nema hæfilega að slík undur gætu gerst að ég fengi slíkan happdrættisvinning! En ævintýrin gerast enn. En á móti kemur ýmislegt á debet hliðina svo debit og kredit jafnast út á núllið vænti ég – en ekki mikið undir það:-)
Ég hef verið dugleg að hreyfa mig í desemer. Ég lyfti 2 sinnum í viku og fer á blakæfingar tvisvar. Minn kæri sjúkraþjálfari telur þó að ég eigi að hreyfa mig ögn meira en ég geri – brenna eitthvað svolítið flesta daga vikunnar – ég get deilt þeirri skoðun með honum en nenni því ekki… En ég er alveg ákveðin í því að fara aftur með moggann í mars ef Guð lofar með Páli mínum og hundunum. Ég tala nú ekki um ef ég verð svona góð í fótunum eins og ég er núna þá verður það ekki mikið mál í sjálfu sér.
Mjaðmirnar á mér eru með besta móti – hafa lagast gríðarlega eftir síðustu meðferðarlotu hjá Baldri og átak af minni hálfu að sitja ekki endalaust við og ef ég fell í þann fúla pytt þá verð ég að hreyfa mig á móti. Setur eru sá verknaðu sem fer allra verst með mjaðmirnar á mér. Ristar, beinhimnubólga, hné og slíkt og þvílíkt hefur allt skánað mikið og er á tíðum alveg til fyrirmyndar. Fyrir það er ég mjög þakklát.
Ég stóð í stað í þyngd í desember og léttist jafnvel svolítið – kannski um kg. Það finnst mér sigur. Nú um hátíðar syng og ég hamra á hinu klassíska orði sjálfstjórn, um það snýst mitt líf um þessar mundir. Það er lykillinn að því að minnka átið. Ég kæri mig nú ekki um að hafa enga sjálfstjórn – það er náttúrulega ekki flott :-).
ég hef haft það dásamlegt á aðventunni, börnin mín tvö voru hér um jólin og ég fíla það alveg að vera miðaldra með tvennt fullorðið sem ég kalla þó börn mín með mér í liði. Ekki amalegt. Aðalsteinn hjálaði mér heilmikið með hluti sem Palli hefur ekki getað gert og Ragnheiður mín er alltaf drjúg blessunin. Saman eru þau mergur míns lífs náttúrulega :-). Páll beininn líklega híhí.
Á morgun er það leikur í salnum – líf og fjör í blakinu – og áðan fór ég í göngu með báða hundana og það gekk vel – og ég fékk úlpukorn í jólakorn og ég hef ekki átt úlpu síðan rauða ullarúlpan mín var og hét! En hún var nú líka æði!
Nú fer að halla í áramótaáheitin – það verður gaman að sjá hver þau voru fyrir 2010 – en amk veit ég að ég náði því ekki að léttast um 12 þetta árið – ónei! Úpsi púps en annað hefur nú verið á uppleið svei mér þá!