Sunnudagur í rólegheitum

Eftir notalega fjölskyldustund með systkinum og mökum þeirra í gær hjá Hildi nenni ég engu í dag – þvæ bara þvotta því þvottavélin mín kom úr viðgerð – það er svakalegt að vera þvottavélalaus maður minn -úff púff. Þá á eftir að þurrka en þetta hús mitt er nú ekki sérlega vel gert til þess arna.

Það er kalt úti en bjart – ég held ég ætti kannski bara að gera einmitt ekki neitt og hvíla mig bara fyrir átök vikunnar. Kannski smá handavinnu – tiltekt í dótinu mínu sem gæti nú alveg heitið drasl um þessar mundir ;-).

En allra best er nú bara að þurfa ekki að gera nokkurn skapaðn hlut nema bara það sem manni sýnist – og reyna að éta ekki mjög mikið á meðan hehehe 🙂

Færðu inn athugasemd