...er nú best að éta bara hvað sem er því það virkar svo vel! Ég er nú alveg ferleg. Síðasta vika hefur ekki verið góð matarlega séð. Ég verð að taka með mér shake í vinnuna til þess að þetta gangi – maður er svo fljótur að ná upp í einhvern stigafjölda sem er ekki viðráðanlegur ef maður étur bara það sem fyrir manni verður. Það þarf því að eiga hrein hristiglös og soyja mjólk til að þetta gangi :-). Og láta ekki allt eftir sér alltaf.
En annars á ég mér það til málsbóta að ég synti á föstudaginn eftir vinnu en eitt af markmiðum mínum er að nota þessa yndilsegu sundlaug meira sem er bara nokkra metra frá kennslustofunni minni. Ég mun því kaupa fullt af miðum þar um næstu mánaðarmót. Ég þarf svo bara að fá góða og rólega kennslu á þessi tæki uppfrá til þess að ég geti lyft líka t.d. á föstudögum. Kannski gæti ég fengið einn ´tima hjá Baldri í fjarsjúkraþjálfun næst þegar hann kemur að þjálfa okkur. Myndi ekki saka að spyrja a.m.k.
Ég er búin að vera frábær í fótunum – en er aftur orðin verri, ristin að plaga mig og aum í öllum vöðvum – hélt samt að ég myndi halda mér góðri með því að vera dugleg að fara í sund og teygja. En betur má ef duga skal greinilega.
Við Palli erum að paufast við að taka hér til í ýmsum hornum og gengur nú ekki svaka vel því við verðum að hvíla okkur svaka mikið ;-). Það er bara ágætt að geta hvílt sig og hafa gaman að því.
Ég byrja svo á spænsku námskeiði á morgun – það verður nú gaman – það er þá einhver smuga að maður geti miðlað því til barnanna sem maður hefur lært.
Markmið næstu viku er að skrifa matardagbókina fínu í excel bara og reikna út jafn óðum.
Undirbúa alla kennslu vel og ná sem mestu út úr hverri kennslustund.
Hafa allt tilbúið spikk og span og ekki endilega hafa flækjustigið sem hæst heldur bara græja allt þokkalega.
Ef tími er til þá væri gaman að útbúa nokkur námsmatsblöð og fara yfir með krökkunum.
Nýta tímann vel og hlú að sjálfri sér.
Reyna að nýta verkina til jákvæðra hugsana gagnvart mataræðinu.