Já sæll – Inga litla fór á Reykjalund í dag – úff, með öll sín aukakíló síðan síðast. Skandall náttúrulega. Lífið varð þó bærilegra vegna þess að ég er búin að taka verulega á undanfarið og missa 3,4 kg, skrifa matardagbók og hreyfa mig markvisst – já og ég hef sagt mig frá mörgum verkum.
Ég fékk tíma hjá iðjuþjálfara innan tíðar sem ætlar að hjálpa mér með að vinna áfram að því sem stendur í mér. Það verður frábært.
Það var líka gott að þó ég sé 8 kg þyngri en þegar ég var síðast á Reykjalundi – þá hef ég bætt á mig vöðvum en ekki bara fitu – og gönguprófið kom mjög vel út – þannig að það eru margir punktar – og öllum fannst ég líta vel út og vera hressileg. Það er líka flott – meira að segja læknirinn talaði um að ég liti svo miklu betur út en fyrst þegar hann sá mig. Ég er líka ánægð.
Og auðvitað er það bara alveg stórkostlegt. Og kílóin MUNU FARA!
