Af Ingu og hennar bauki

Sælinú  Hér er linkur að grein eftir Andra Snæ – sem mér finnst að allir eigi að lesa -og ekki nóg með það heldur getur hún orðið grunnur að einhverju meira – útgangspunktur:

En eftir að hafa unnið frá sunnudegi til miðvikudags 16 tíma hvern dag var mín nú orðin svolítið uppgefin – en þá voru eftir tveir samtalsdagar sem voru vel að merkja yndislegir.En ég fór líka að sofa klukkan fimm á föstudaginn – með smá hléi til þess að horfa á ástralska mynd um meðferð innfluttra á börn innfæddrar konu og hvíts karlmanns.  Það er nú meira – það átti að hreinsa allt – gera innfædda að þessum glæsilega hvíta kynstofni – þetta var gert við indjána, þar voru börnin sett á heimili þar sem var reynt að afeitra þau – láta þau ekki haga sér eins og villimenn, þetta gerðu Danir við Grænlendinga – þetta þótti fínt.  Höfum við eitthvað lært?  Hefur eitthvað breyst.- held að margir haldi að fjöldinn þurfi að verða eins og þeir…

En sem sagt.  Ég er nú búin að vera í nokkuð stífu aðhaldi í 4 vikur og það hefur ekki skilað sérlega miklu (reyndar er ég svo vanþakklát að mér finnst ekkert vera nema það sé mælt í kg á viku eða eitthvað álíka rugl)- en þó hefur meðvitund aukist og skráning í matardagbók er í sókn.  Hreyfing er ekki ýkja mikil enda er ég alltaf í vinnunni.  Én ég hef sagt mig úr kvenfélaginu, ég hef sagt mig úr náminu í bili og ég veit ekki hvað og hvað – það hlýtur að gefa mér færi á að hafa tíma til einhverra hluta.

Vonandi…

Bendi á http://www.matarvefurinn.is þar er auðvelt að reikna út kal í öllu því sem maður borðar.

Færðu inn athugasemd