Jæja nú er dagurinn runninn upp – upprisan – formleg og óafturkræf.
Loforð dagsins var að fara með blöðin, ganga vel um húsið. matardagbók og sund. Allt gekk nokkuð vel – ég gerði bæði – gönguna, og sundið – og smá hjól um bæinn. Matardagbókin bíður til morguns.
Frábært að byrja að vinna.
Dásamleg athöfn – jarðarförin hennar Jónínu systur mömmu – merkilegur áfangi á lífsins leið, einungis Elín er á lífi af systkinunum. Með þeim fer stór hluti af okkur öllum…
Fór með Hildi og Björg í bæinn – dásamlegt.
Nú er ég bara montin af mér… gúddi púddi – því ég nennti alls ekki en ég fór og synti smá og nokkra metra svona eins og 400