Ég er nú bara að verða svolítið ánægð með þetta sumar eins og ég er búin að velta mér uppúr því hvað allt er ómögulegt… en einn hjólatúr, ein ferð að sækja vinninga í búðir á Sefloss fyrir Grímsævintýri, samsett dagskrá og verslunarmannahelgi redda þessa alveg…
Þetta verður sem sagt sumarið sem Ingveldur hjólaði. Og nú þarf að grípa til breiðu spjótanna í því – jamm og já. En það var nú svo sem ekki erindið og heldur ekki að tala um hinn ofurkúl síma sem ég á o nei heldur tala um það sem var á eldhúsborðunum mínum – ég hef einhvern veginn aldrei upplifað svonamikið drasl á mínum borðum – amk ekki svona fjölbreytt…
Opnir brauðpokar – 3. Rababarasulta í stóru keraldi með bökunarplötu ofaná – ofan á bökunarplötunni mátti einni finna eitt og annað… óhrein glös, hrein glös, sódastream floskur, tómar gosflöskur, bráðnað smjör í dollu, borðtuska, lyfin okkar og vítamínin,útilegudót, sundföt já jafnvel nærföt, sjampó, spennur og flísatöng. kertastjakar, gosdósir fullar sem tómar, tómatar, kálhaus, dv, köngulóarvefur síðan í morgun á milli tveggja stórla… nagaður skór eftir frk skottu. Hjálmur og Polli, símar, hleðslutæki, beautibox, bækur af ýmsu tagi, já og svona mætti lengi telja… svei mér þá alla mína daga. Mjög gaman að taka til hendinni :-).
Og nú er ég farin að prjóna íakkorði.