Helgarfrí

Maður getur skoho átt helgarfrí þó maður sé í sumarfríi -enda er stöðugt eitthvað samviskubit að bíta mann í miðri viku – Grímsævintýri, vefsíður og hvur veit hvað – en nú er ég bara ákveðin í því að vera í fríi og vera alveg sama um allt!  Það er þetta dásemdarveður komið og ég er að koma hádegisblómunum mínum í potta þessum allra seinustu sem hafa bara verið í næringarbæði síðan ég keypti þau – ég er alltaf svoldið sein 😉  Vonandi blómstra þau nú fyrir mig í sumar.  Ég elska hádegisblóm…

Páll er að smíða hlið á pallinn þannig að það sé hægt að hafa opið út án þess að hundarnir rjúki út í veður og vind -lofta almennilega um húsið – ég hef saknað þess svo- það var alltaf hægt þegar Trítla var og hét ;-).  Hún fór aldrei neitt blessunin.

Ekki er nú nóg með þetta heldur er ég að taka upp dúkku sem átti að vera úti á palli – handverk sem er líklega orðið 6 ára – vantar held ég hár á kvikindið… og augu jafnvel… já og regnkápu ;-).  Svona smá potast þetta – en tiltektin gengur svo sem ekki neitt afbragðsvel  – ja jú – geymslan var tekin í gær og stofan – helmingurinn líka.  Það er nú afrek í sjálfu sér.  Æ skítt með þetta – þetta kemur allt þegar rétta hugarástandinu er náð. 

Á föstudaginn fór ég ég í svaka hjólatúr fyrst vítt og breitt um selfoss og svo í lundin við Seljatungu – telst til að þetta hafi verið um 25 kílómetrar.  Fór svo og synti 300 metra mér til liðkunar á eftir.  Æði.  Í gær var svo bara þaðsem mér sýndist dagur – byrjaði að lesa Reisubók Guðríðar og guð minn góður hvað þetta er góð bók!  Get varla lagt hana frá mér!¨ Hlakka til að hreiðra um mig á pallinum með hlið og lesa án þess að hundarnir séu að vesenast í böndum.

Á morgun ætla ég svo að setja saman dagskrá fyrir Grímsævintýrin og hefja vinningasöfnun með formlegum hætti.  Hver veit mig gæti jafnvel farið að langa í útilegur á nýjan leik 🙂

Mynd tekin af draumagardar.is

Færðu inn athugasemd