Það gengur svo illa hjá mér þessa dagana að ég er að sturlast. Það gengur ekkert upp!
Verkir
Þyngdaraukning þó verulega sé stefnt í hina áttina með einum eða öðrum hætti
verkefni sem leysa þarf dag frá degi
hreyfing
matardagbók
Já nefndu það bara…
Samt er ég einhvern veginn að reyna að vinna í öllu þessu en það bara gengur ekki neitt.
Eina sem ég get hugsanlega haft mér til málsbóta er eitthvað sem heitir breytingaskeið. Ég er farin að finna fyrir því skeiði af fullum þunga.
En jæja ekki dugir að væla – er ekki rétt að setja sig í fyrsta sæti og fara út að hjóla í tilefni af þessu væli -öllu saman – taka sundfötin með og liðka sig í pottinum. Breyta röð dagsverkanna – fara fyrst út og hugsa um sig og fara svo í húsverkin.
Svo þarf ég alvarlega að versla inn. Það er nú lykillinn að mörgu, flestu, öllu.