Jæja manni er ekki alls varnað – mig hefur lengi langað til að lengja túrana sem ég hjóla – í síðustu viku fór ég 22 km eða rúmlega það og svo blundaði mér að hjóla í Alviðru og aftur til baka. Brúin stóð í mér og já líka undirlagið 😉 Ég var búin að gæla við þetta í nokkra daga en var eiginlega búin að gefa þetta frá mér. Hundfúl með það náttúrulega. En þá kom ein góð vina mín til sögunnar sem fór með mér og við svoleiðis rúlluðum þessu upp – alveg frábær ferð. Það verður ekki málið að hjóla á Borg – hvora leiðina sem er. Þá hjálpa hjólabuxur og Puma skór til en ekki hálf biluð keðja sem hrekkur af í 1. drifi – en það verður lagað.
Bara gaman – þó það væri svaka umferð – vorum aðeins of seint á ferðinni. Frábært veður, lygnt og gott -rigningin glumdi þegar útidyrahurðin luktist að baki mér 🙂 Fór svo í búðina og keypti ekkert nema grænmeti – hef etið vínber og jarðaber linnulítið síðan sigh. Maður getur ekki verið á því fóðri alla tíð – of dýrt til þess.